17.9.2011 | 07:42
Raunsæi álbræðslumanna
Eigendur álbræðslna standa frammi fyrir tveim valkostum: að stuðla að auknum umsvifum hér á landi með tilheyrandi röskun á náttúru landsins og einhæfri uppbyggingu atvinnulífs. Hins vegar er áhugi þeirra fyrir aukinni endurvinnslu á áli einkum umbúðum. Í Bandaríkjunum eru menn að vakna upp við vondan draum: efnahagserfiðleikar og bruðl með verðmæti gengur ekki til langframa. Í mörgum ríkjum þar vestra er verið að undirbúa endurvinnslu á álumbúðum eftir góða reynslu annarra ríkja einkum í Evrópu. Hér á landi hefur söfnun álumbúða verið viðhöfð í aldarfjórðung með góðum árangri með skilagjaldi sem svínvirkar.
Þegar ál er endurunnið þarf einungis 5% af þeirri orku sem ella þarf til að framleiða ál úr hrááli. Þessi ferill er bæði langur, flókinn, rándýr, orkufrekur og mjög umdeildur með hliðsjón af spillingu umhverfis. Má m.a. benda á óhugnanlegt mengunarslyss í Ungverjalandi fyrir nokkru, stífla brast þar sem verið er að vinna hráál og óhroðinn dreifðist víða. Stjórnendur álbræðslna gera sér aukna grein fyrir því að framleiðslan er jafngóð þó ál sé endurunnið eða það sé unnið úr hrááli, þeir líta fyrst og fremst á hagkvæmni og hagræði í rekstri.
Ýmsir eru þeir sem enn telja framtíð Íslendinga best tryggða með auknum umsvifum stóriðju jafnvel þó svo að um 80% framleiddrar raforku á Íslandi fari í stóriðjuna. En rafmagnsverðið til stóriðju er einungis um 15-20% af orkuverði til almennrar notkunar og er augljóst að þessi munur er of mikill. Ekki er mikil von að þar dragi saman enda munu álframleiðendur að öllum líkindum fyrr loka verksmiðjum sínum hér á landi en greiða hærra verð fyrir orku. Má benda á að um líkt leyti að Alcoa hóf starfsemi sína í álbræðslunni á Reyðarfirði lokaði sama fyrirtæki tveim gömlum álbræðslum á Ítalíu. Mikil mótmæli voru þar í landi eins og skiljanlegt er enda hundruðir Ítala sem misstu við það atvinnuna. Hvenær kemur að okkur skal ekki fullyrt en einhvern tíma verða álbræslurnar hérna eigendum sínum ekki sú tekjulind sem hagkvæm þykir. Framleiðendur leita alltaf annað þegar gróðinn er uppurinn.
Við Íslendingar verðum að sýna raunsæi hvað þetta snertir. Aukin stóriðja er slæm blindgata sem erfitt kann að rata aftur til baka. Hvers vegna ekki að byggja upp atvinnustarfsemi á okkar eigin forsendum? Ferðaþjónusta vex hröðum skrefum eftir að settar voru hömlur á hana þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. Óraunhæft gerfigóðæri með allt of háu verðlagi og of hátt skráðri krónu olli ferðaþjónustu og útflutningsfyrirtækjum gríðarlegum erfiðleikum. Þáverandi stjórnvöld litu einungis á stóriðjuna sem eina leið fyrir aukinni hagsæld sem snérist upp í andhverfun sína með auknu braski, spillingu og bankahruni. Árin kringum aldamótin og fram að hruni er áratugur hinna glötuðu tækifæra.
Við eigum að fylgjast betur með raunveruleikanum fremur en óskhyggjunni.
Mosi
![]() |
Alcoa ræðir ekki raforkukaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 17. september 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 244224
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar