Greenspan er ekki hafinn yfir vafa

Lengi vel var Greenspan þessi talinn til merkari fjármálavitringa heims. Hann byggði yfirsýn sína á yfirgengilegri bjartsýni bandarísks efnahagslífs. Nú hriktir í undirstöðum þess m.a. vegna gríðarlegra skulda bandaríska alríkisins. Fjármálalífið byggist á að „þetta reddast“ og nægir að vísa í ofurbjartsýni fjármálastjórnar þeirra félaga Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde, Finns Ingólfssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Sú efnahagsspeki byggðist á gegndarlausri trú á einkavæðingu, byggingu álvbræðslna og orkuvera.

Sama má segja um bandaríska efnahagslífið. Það byggist á gríðarlegri sóun efnahagslegra gæða, orku og hráefna. Þar eru Bandaríki Norður Ameríku algjörlega á byrjunarreit hvað viðkemur skipulagðri nýtingu hráefna og orku sem og endurnýtingu dýrmætra hráefna.

Þar standa Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar, Bretar og jafnvel Ítalir Bandaríkjunum framar. Þessi lönd eru langt´því frá jafn skuldsett og Bandaríkin þó ríkisskuldir séu auðvitað miklar. En í þessum löndum er endurvinnsla komin í traustar skorður sem mun þegar á reynir vera þessum ríkjum mikilvæg við að styrkja evruna.

Gagnrýni Greenspan byggist á fyrri bjartsýni hans en honum yfirsést þær traustu stoðir sem standa þó að baki evrunni. Auðvitað eru Suðurlandabúar Grikkir, Portúgalar og jafnvel Spánverjar illa staddir í samanburði við önnur EBE ríki.

Greenspan hefur oft orðið á í messunni og líklega hefur hann ekki rétt fyrir sér að þessu sinni.

Mosi


mbl.is „Evran er að hrynja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244224

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband