Hvað gerði Sigurður Kári til að koma í veg fyrir kreppuna?

Sigurður Kári ásamt öllum Sjálfstæðisflokknum kom ekki í veg fyrir efnahagshrunið. Hann steinsvaf rétt eins og fleiri, vill ekkert vita um orsök en veltir sér upp úr meintum mistökum við að koma þjóðarskútunni aftur á flot.

Frjálshyggjan var æðsta boðorð forystu Sjálfstæðisflokksins sem Framsóknarflokkurinn var einnig blindur af. Fjármálaeftirlitið var aðeins til málamynda, bönkunum og öðrum fjárfestingafyrirtækjum var breytt í ræningjabæli. Braskaranir náðu að kaupa og yfirtaka hvert fyrirtækið á fætur öðru án þess að nokkur verðmæti væru greidd fyrir hlutina. Þannig rændi braskaralýður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sparifé landsmanna í formi hlutabréfa sem og eignir lífeyrissjóða. Engar skynsamar reglur voru settar til að koma í veg fyrir að skammtímasjónarmið braskaranna náði að éta fyrirtækin að innan.

Hvenær Sigurður Kári og aðrir sauðir Sjálfstæðisflokksins átta sig á þessum staðreyndum er ekki gott að átta sig á. En þeir mættu játa alvarleg afglöp sín fyrir þjóðinni og fremur leggja hönd á plóginn að koma þjóðarskútunni aftur á flot með skynsamlegum ábendingum en með einhverjum ódýrum klisjum eins og þeirri fullyrðingu að ríkisstjórnin og Seðlabankinn sé að lengja kreppuna.

Í augum allra þeirra sem líta yfir farinn veg og átta sig á stöðu mála er Sigurður Kári eins og hver annar hræsnari sem gerir ekkert annað en að benda á flísinu í augum náungans en gleymir bjálkanum í eigin auga og jafnframt öllum Sjálfstæðisflokknum.

Mosi


mbl.is Allt gert til að lengja kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Sviss verða menn að kaupa tryggingar

Skyldi Svissarinn sem lenti í alvarlegu slysi hafa tryggt sig áður en leggur af stað í áhættusama ferð til Íslands?

Engum er hleypt á varhugaverða ferðamannastaði eins og Matterhorn nema menn hafi keypt tryggingar. Er gengið mjög hart eftir þessu og er þetta yfirvöldum í Sviss til sóma. Með þessu fyrirkomulagi er verið að koma í veg fyrir óþarfa áhættu, menn hugsa sig um tvisvar áður en lagt er í áhættuferð.

Við Íslendingar höfum sýnt þessum málum með léttúð, kannski einstökum barnaskap. Oft eru björgunarsveitir kallaðar út til leitar stundum í tilvikum sem vitaóþarfi hefði til óhapps hefði komið með vandaðri undirbúningi ferðar. Og þeir sem þurfa á þjónustu björgunarsveita greiða ekki eina einustu krónu, jafnvel ekki þó kalla þurfi til björgunarþyrlu!

Sem alkunna er fjármagna björgunarsveitir mikilvægt starf sitt með sölu á mjög mengandi og varhugaverðum vörum í formi blysa og flugelda. Á þessu mætti verða breyting. Björgunarsveitir eiga að setja upp sanngjarna gjaldskrá. Við getum tekið Svissara okkur til fyrirmyndar. Mjög dýrt er að senda tugi björgunarveitarmanna í leiðangra sem menn eiga að kaupa sér tryggingu ef um áhættusamar ferðir er að ræða. Tryggingarfélög fara yfir þessi mál, setja viðskiptavinum sínum lífsreglurnar og það ætti að stoppa ýmsa áhættufíkla.

Þá þarf að bæta verulega upplýsingar, greinilegt er að bæði erlendir og innlendir ferðamenn taka oft ótrúlega áhættu sem er alveg óþarfi.

Mosi


mbl.is Umfangsmiklar björgunaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244224

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband