Er Sjálfstæðisflokkurinn e.t.v. versta vandamálið?

Sú var tíðin að forystusauðir Sjálfstæðisflokksins voru sífellt með lýðræðið á vörunum. Það var eins og þeir hefðu fundið upp lýðræðið.

Svo voru þeir samfellt meira en 17 ár í ríkisstjórn. Á þeim tíma var lýðræðið praktísérað þannig að aðeins einn maður mátti að ráða og binda hendur heillrar þjóðar. Þannig mátti ekki leggja undir þjóðaratkvæði einkavæðingu bankanna og afhendingu þeirra til siðlausra braskara, ákvörðun um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álbræðslu í Reyðarfirði og þaðan af síður hvort lýsa ætti stuðning við umdeilt stríð bandaríkjaforseta. Lýðræðið var einkamál Sjálfstæðisflokksins.

Allur Sjálfstæðisflokkurinn og forysta hans var steinsofandi í aðdraganda hrunsins og vill ekki kannast við eitt eða neitt. Þeir líta á sig sem ábyrgðalausa valdamenn í landi sem þó á að heita lýðræðisland að nafninu til. Og gildir einu hvort þeir standi nú án valda utan við Stjórnarráðið og láti illum látum.

Bjarni Benediktsson og ættingjar hans ættu fremur að skoða alvarlega hvernig þeim tókst að koma N1 í botnlausar skuldir. Ársreikningur fyrirtækisins er einn sá svakalegasti sem sést hefur í langan tíma. Reksturinn virðist vera botnlaus og spurning hvenær þessi forrétting verði sett í gjaldþrot. Fyrirtæki í eigu venjulegs fólks væri fyrir löngu farið í gjaldþrot.

Aðild að EBE er einhver besta trygging fyrir alvöru lýðræði í landinu en ekki því gervilýðræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur beitt sér fyrir á undanförnum áratugum.

Mosi


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244224

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband