Gera þarf upp fortíðina

Gamla Ísland byggðist á braski, svínaríi, mútum, misneytingu, spillingu, svikum og blekkingum. Heilt hagkerfi var byggt upp gegnum einhverja fjármálablöðru sem að lokum sprakk. Gríðarlegir fjármunir hurfu, sparnaður tuigþúsunda Íslendinga hvarf gegnum þetta braskaralið. Og hvar er allt þetta mikla fé niðurkomið? Og hver ber ábyrgðina?

Ekki verður unnt að byggja upp nýtt Ísland ef þessir sömu menn skríða fram úr skúmaskotum, kaupa stjórnmálamenn og jafnvel heilu stjórnmálaflokkana. Þannig verður sama þjóðfélag blekkinga og svika endurreist og þetta hyski fær frjálsar hendur að endurtaka leikinn.

Vitur kaupmaður sem finnur skemmd epli í tunnunni, fjarlægir þau áður en þau ná að skemma allt innihaldið.

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er dapurleg heimild um hve samfélagið allt var dregið djúpt niður í svaðið. Þessir braskarar, fjárglæframenn, stjórnmálamenn sem málið vörðuðu, engir þeirra hafa gert svo lítið að biðja þjóðina fyrirgefningar þó svo að þeir ættu verulegan hlut að máli. Þetta er því miður ekki gæfulegt. Þessir aðilar verða áfram með svikastimpilinn á enninu og ættu sem flestir að taka fagurgala fulltrúa þeirra með varúð.

Nú er fyrsti dómurinn fallinn í máli eins þeirra sem sannanlega bar ábyrgð. Sá valdi þá leið að selja hlutabréf í bankanum sem flest hefur snúist um og var á fallandi fæti síðustu vikurnar fyrir hrun.

Þeir dönsku mættu gjarnan aðstoða okkur við að greiða úr flækjunum og hafa upp á undanskotnu fé og fjármunum. Og svo er ekki síst að koma lögum yfir þessa menn.

Mosi

 


mbl.is Horfið fram á veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 244226

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband