Hvað kostar svona ævintýramennska?

Alla síðustu viku var vitað að gera mætti ráð fyrir versnandi veðri þegar líða tæki að helgi. Samt fara menn á vit ævintýranna, að vísu vel búnir að eigin sögn, en hvernig færi ef eitthvað færi úrskeiðis og öðru vísi verði en að er stefnt.

Fyrir um áratug var skipulögð ferð á vegum þáverandi stærstu ferðaskrifstofu landsmanna, Samvínnuferða-Landsýn með ferðahóp þvert yfir Vatnajökul. Vitað var um að veður færi versnandi og fyrirsjáanlegt snarvitlaust veður á fjöllum og jöklum þó um hásumar væri. Ferðahópurinn lenti í miklum hrakningum, eftirmál urðu og málaferli. Ferðaskrifstofan varð gjaldþrota og voru margir sem söknuðu þessa fyrirtækis. En fyrirhyggjan virðist hafa verið takmörkuð eða jafnvel engin.

Björgunarsveitir byggja fjárhagslega afkomu sína á umdeildri sölu flugelda sem bæði hafa mikla slysahættu í för með sér sem og mjög mengandi. Í öllum siðmenntuðum löndum eru björgunarsveitir með taxta fyrir aðstoð sem tryggir þeim að fá fyrir útlagðan kostnað og jafnvel eitthvað meira. Hérna á Íslandi er sami hugsunarhátturinn eins og hjá verstu afglöpum: „þetta reddast“!

Svona var staðið að einkavæðingu bankanna, sama kæruleysið og hugsunaleysið án þess að gera sér minnstu hugmynd um mögulega afleiðingu ef eitthvað fer úrskeiðis.

Æskilegt er að björgunarsveitir geri aðstoð upp fjárhagslega og semdi þeim aðilum reikning sem málið varðar eins og venja er erlendis.

Mosi


mbl.is Sækja skíðamenn á jökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farsæl fyrirtæki

Félag ferðaþjónustubænda og samtökin Beint frá býli eru vel að þessum viðurkenningum komin. Bæði hafa sýnt og sannað að þar er byggt á traustum grunni með framtíðarsýn í fyrirrúmi.

Sjálfur hefi eg haft langa og góða reynslu af Ferðaþjónustu bænda bæði sem viðskiptavinur eða kaupandi þjónustu sem og tímabundinn starfsmaður Bændaferða sem leiðsögumaður innanlands.

Erlendu ferðamennirnir eru mjög ánægðir með þá margvíslegu þjónustu sem bændur veita, hvort sem það er gisting og fæði eða ýms þjónusta eins og hestasýningar og sitt hvað fleira.

Ferðaþjónusta hefur því miður verið mjög vanmetin í íslensku samfélagi en er að sanna sig. Þar er starfið byggt á frumkvæði heimamanna og mikil atvinnusköpun fylgir. Ferðaþjónustan styrkir landsbyggðina enda verður arðsemin eftir að verulegum hluta í heimabyggð.

Mosi


mbl.is Fengu landbúnaðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 244227

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband