Friðhelgi einkalífs

Yfirvöld í ýmsum löndum hafa oft gegnum tíðina verið iðin við að fylgjast með því hvað einstaklingar eru að aðhafast. Sérstaklega hefur þetta verið tíðkað í þeim löndum þar sem einræðisherrar hafa verið við völd og láta fylgjast náið með öllum hugsanlegum hreyfingum sem gætu ógnað veldi þeirra.

Í vestrænum ríkjum hefur njósnastarfsemi af þessu tagi verið undir yfirskyni að verið væri að fylgjast með afbrotum og njósnum. Stundum hafa vestræn yfirvöld lent á villugötum og jafnvel blindgötu en ekki fundið neina aðra leið úr ógöngunum en þöggun. Þannig má nefna þegar bandarísk yfirvöld fylgdust með rithöfundum á tímum Kalda stríðsins. Einn af okkar allraþekktustu rithöfundum lentu þannig í umfangsmiklum „njósnum“ af öðru tilefni, nefnilega skattrannsókn. Ekki eru margir sem vita að Halldór Laxness var ákærður og dæmdur í Hæstarétti fyrir meint skattsvik sama ár og hann fékk Nóbelsverðlaunin eða í ársbyrjun 1955. Þessi mál tengjast Atómstöðinni sem að öllum líkindum var Halldóri einna dérkeyptasta bók sem hann ritaði um ævina.

Þó meira en 60 ár séu liðin frá „njósnunum“ um tekjur Halldórs af Sjálfstæðu fólki í BNA og meint skattsvik nóbelsskáldsins, þá hafa bandarísk yfirvöld ekki viljað ljá máls á að leyfa neinum aðgang að skjölum CIA vegna þessa máls. Hefur bæði fjölskylda Halldórs sem og fræðimenn óskað þrálátt eftir því.

Svo virðist sem þetta sé mikið vandræðamál bandarískra yfirvalda og líklegt er að þau séu mun fleiri en þetta einstaka tilfelli.

Friðhelgi einkalífs ber að virða hvar sem er, hvenær sem er og hvernig sem er, enda sé ekki rökstuddur grunur um einhver glæpsamleg ætlanir hjá viðkomandi.

Birgitta þingmaður er væntanlega ekki af því tagi sem verðskuldar slíka meðferð. Hún þykir dáldið herská og nokkuð hörð í horn að taka sem er kostur góðs þingmanns þegar það á við en hún vill væntanlega friðsamlega framtíð okkar allra, hvar sem við lifum. En leyndarpukur á ekki að vera auðkenni samfélags þar sem lýðræði er stundað. Það er einkenni einræðisstjórna sem enginn heilvita einstaklingur vill kalla yfir sig.

Mosi


mbl.is Dómari fjallar um Twitter-mál Birgittu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyta þarf skattalögunum

Sennilega hlaupa margir upp og þykja við hæfi að kenna ríkisstjórninni um þetta. En er það rétt?

Þetta „réttlæti“ hefur lengi verið að þróast og gerðu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins nokkuð í að breyta þessu þá tæpa 2 áratugi sem þér réðu í Stjórnarráðinu? Ætli það?

Auðvitað væri mjög sanngjörn leið að eldri borgarar geti notið þess að draga fyrst frá nauðsynlegan kostnað frá tekjum áður en þær eru skattlagðar. Að óbreyttu er mjög ósanngjarnt að eldri borgarar greiði skatt vegna dvalarkostnaðar. 

Mosi


mbl.is Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244228

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband