Sigmundur Davíð: Hvernig væri að leggja fram ársreikning Framsóknarflokksins vegna 2009?

Sigmundur Davíð hefir verið iðinn við að gagnrýna ríkisstjórnina sem og aðra af minnsta tilefni. Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn beiti fyrir sig þessum manni til að draga athyglina frá öðrum mikilvægari hlutum.

Hvaða skyldur þarf stjórnmálaflokkur að framfylgja í nútímasamfélagi?

Eitt af því er að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem stjórnmálaflokkurinn hefir í áranna rás haft til ráðstöfunar. Lengi þurftu stjórnmálaflokkar ekki að standa reikningsskap gerða sinna en nú eru breyttir tímar.

Framsóknarflokkurinn dró lengi lappirnar að sætta sig við þessar skyldur og svo virðist sem sitt hvað sé gruggugt í þeirra ranni. Meðan  engin áhersla er lögð á að gera opinberlega grein fyrir fjármálum sínum er formaður þessarar flokksnefnu á fullu að gagnrýna allt milli himins og jarðar rétt eins og hann sé hafinn yfir alla gagnrýni.

Sigmundur Davíð sver sig í flokk þessara dæmigerðu lýðskrumara sem telja allt vera tortryggilegt nema hjá þeim sjálfum. Og á meðan virðist allt vera óhreint eða óuppgert í þeirra eigin ranni.

„Sá yðar sem saklaus er, kasti fyrsta steininum“ sagði Kristur þá grýta átti hina bersyndugu konu til bana. Öllum féllst hendur enda vissu þeir upp á sig skömmina.

Mætti Sigmundur Davíð eitthvað af þessu læra!

Sjálfsagt mætti innleiða þá reglu hér á landi, að ef stjórnmálaflokkur sinni ekki lagaskyldu sinni vegna upplýsingingarskyldu sinni vegna fjármála sinna innan tímamarka, verði þegar að gera ráðstafanir að hann verði jafnvel bannaður og leystur upp!

Mosi


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. febrúar 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244228

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband