Smánarverð

Þegar Bjarni Ármannsson hætti í Íslandsbanka stóð hann upp úr stól bankastjóra fyrir 7 eða 8 milljarða. Næsta „afreksverk“ hans var plottið með Hannesi Smárasyni þar sem hugmyndin gekk út á að spyrða saman Geysi Grín Energy og REI með aðstoð Vilhjálms Vilhjálmssonar þáverandi borgarstjóra. Geysir grín var eitthvað furðulegasta fyrirtæki í flóru íslenskra viðskipta. Það gekk út á að gera að engu sparifé íslenskra sparifjáreigenda sem glapist höfðu á að leggja sparnað sinn í hlutafé í fyrirtækið ATORKU. Íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu einnig nokkrum milljörðum á þessum umdeildu umsvifum íslensku athafnarmannanna. Þessar eignir eru nú í eigu kanadísks athafnamanns sem getur gortað sig af því hversuÍíslendingar eru auðveldir að vefja sér um fingur sér. Hann getur tekið undir víkingunum forðum þegar þeir voru að ræna frumbyggja landsins, írska þjóðarbrotið sem hafði komið sér hér fyrir: Á Íslandi er eftir miklu að slægjast!

Að hálfur milljarður fáist upp í skuldafen Orkuveitunnar getur verið ágætt að áliti sumra. En hvernig er bókhaldið hjá Orkuveitunni fært? Kaupin á hlut Hafnarfjarðar og fleiri sveitarfélaga í HS-Orku voru dýrum dómi keypt. Salan virðist ekki hafa verið nema hluti kaupverðs.

Er fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur ekki fyrst og fremst eitthvað bókhaldsfiff?

Ótrúleg þögn virðist vera um ástæður fjárhagsvanda Orkuveitunnar. Kannski hún sé rekin eins og heimili drykkjumanns þar sem verðmæti eru seld fyrir „slikk“. Gildir einu hvort eignir séu á Krókhálsi eða Kalífórníu.

Mosi


mbl.is Eignir REI verða seldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 244228

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband