Góðar (flug-) fréttir

Ísland er smám saman að verða vinsælt ferðamannaland. Við getum verið stolt af landinu okkar sem sífellt er að verða vinsælla. Sjálfur hef eg umgengst erlenda ferðamenn undanfarin 20 sumur mér til mikillrar ánægju. Margir iðrast þess að hafa ekki farið fyrr til Íslands.

Þegar um 3 vikur eru eftir af árinu hafa um 520.000 erlendir ferðamenn farið um Leifsstöð. Í raun eru þeir fleiri: með skemmtiferðaskipunum koma eitthvað yfir 100.000 ferðamenn yfir sumartímann og með Norrænu sennilega um 50.000 ef ekki fleiri. Þetta er gríðarlegur fjöldi og eru aukin umsvif í ferðaþjónustu einn besti vaxtabroddur í atvinnulífi landsmanna.

Nú boða flugfélög fjölgun ferða, þ. á m. eitt þekktasta flugfélag heims, Lufthansa.

Þetta ár sem nú er senn liðið var metár í íslenskri ferðaþjónustu. Allt bendir til að næsta ár verði aftur metár og ef sama verður áfram, líður ekki á löngu að hingað koma milljón ferðamanna yfir árið.

Því miður hægði bygging Kárahnjúkavirkjunar á þessari þróun á sínum tíma enda var óraunhæft ofurgengi íslensku krónunnar þrándur í götu. Ýmsir stjórnmálamenn hafa litið á stóriðju sem þann vaxtarbrodd sem vænlegastur er. Í ljós hefur komið að sú stefna var röng. Arðsemin af Kárahnjúkavirkjuninni er mun minni en vænst var og þau náttúruverðmæti sem fórnað var, verða aldrei bætt og þaðan af síður endurheimt.

Við eigum bjarta framtíð í vændum svo framarlega sem við lærum að meta gæði og kosti náttúru landsins. Við verðum að sinna betur náttúruvernd þar sem það á best við, t.d. varðveita betur þjóðgarðana okkar og viðkvæma vinsæla staði sem við viljum beina ferðafólki að.

Góðar stundir!


mbl.is Lufthansa mun fjölga ferðum sínum til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjar ballið aftur?

Einu sinni var eg heillaður af hugmyndafræði Eyjólfs Konráðs Jónssonar (Eykonar) og Albert Guðmundssonar um almenningshlutafélög. Hugmyndin var einföld með tvöföldu markmiði: Að almenningur gæti fjárfest sparnað sinn í hlutabréfum fyrirtækja sem væru vel rekin og gæfu góðan arð annars vegar. Hins vegar að fyrirtækin juku rekstrarfé sitt með nýju hlutafé og væru þá síður háð lánsfé til rekstrar.

Síðar var eins og andskotinn kæmi í spilið. Fram komu menn sem keyptu og keyptu hlutafé með ódýru lánsfé með veði í hlutabréfunum. Þannig urðu ýms stöndug fyrirtæki yfirtekin jafnvel með tæknibrögðum eins og gerðist í Existu: Þar var hlutafé aukið um 50 miljarða án þess að ein einasta króna væri greidd til fyrirtækisins! Yfirtökuboð um 2 krónur fyrir hverjar 100 voru send öllum hluthöfum!

Svona fjármálasóðaskapur tíðkaðist undir verndarvæng Sjálfstæðisflokksins og sofandaháttar þáverandi Fjármálaeftirlits.

Tugir þúsunda Íslendinga á miðjum aldir töpuðu sparnaði sínum í formi hlutabréfa sem nam hundruðum miljarða. Lífeyrissjóðir töpuðu ekki minni fjárhæðum.

Hvort sama ball fjármálabrallaranna sé að byrja núna skal ekki fullyrt. En rétt er að setja tvenn sáraeinföld skilyrði fyrir atkvæðarétti í hlutafélögum: Annars vegar að fé hafi veriðraunverulega greitt til félagsins og að veðsettir hlutir beri ekki atkvæðisréttur.

Meðan svo er dettur engum heilvita manni að hætta sparifé sínu í hendurnar á mönnum sem stunda viðskipti sem enda á líkan hátt og hjá fyrri fjárglæframönnum.

Góðar stundir


mbl.is Hlutafjárútboði í Högum lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umskipti í Hæstarétti?

Hæstiréttur hefur lengi verið talin ein íhaldsamasta stofnun samfélagsins. Bókasöfn eru í eðli sínu fremur íhaldssöm, enda þarf mikla fyrirhöfn að breyta bókasafni. Á því sviði hefi eg nokkra reynslu.

Hæstiréttur sýnir nú á sér nýja hlið: Þó borin hafi verið fram sú viðbára, að viðkomandi hafi verið á tónleikum á sama tíma og hann kvað sig vera veikan, telur Hæstiréttur það væntanlega ósannað.

Lengi vel var Hæstiréttur síðasta hálmstrá atvinnurekenda og þeirra sem með auðinn fara. Nú er brotið blað.

Hæstiréttur tekur málsstað einstaklingsins fram yfir hagsmuni fyrirtækisins og er þetta væntanlega fordæmisgefandi dómur í framtíðinni.

Góðar stundir


mbl.is ISAVIA gert að greiða bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær heimildamynd um Halldór Laxness og samtíð hans

Í kvöld var eg viðstaddur frumsýningu nýrrar heimildarmyndar um Halldór Laxness eftir tengdason hans, Halldór Þorgeirsson.

Þessi kvikmynd er um klukkustund í flutningi. Dregnir eru upp megindrættir ævi þessa merkasta rithöfundar 20. aldar. Sýnd eru stutt myndskeið sem tilheyra aldarandanum, hvaða heimsögulegu atburðir voru efst á baugi þegar Laxness stóð á krossgötum í lífi sínu.

Ákveðin uppbygging spennu er í myndinni, gegnum kreppuna miklu, ofsóknir Stalíns, uppgöngu þjóðernissinna, heimsstyrjöldina síðari og loks kalda stríðið. Viðtöl eru við rithöfunda og fræðimenn sem koma við sögu Halldórs, kynntust honum eða hafa rannsakað „njósnir“ á vegum CIA og FBI. Í myndinni kemur augljóslega fram hvernig réttur rithöfunda hafa oft verið fótum troðnir, það er ekki aðeins í sálarlausum kommúnismanum þar sem afburðarithöfundar á borð við Boris Pasternak (Doktor Zivagó) eru látnir sæta ofsóknum, heldur einnig vestrænir rithöfundar á frjálsu Vesturlöndum.

Árið 1946 seldist Sjálfstætt fólk í hálfri milljón eintaka í Bandaríkjunum og gagnrýnendur fóru hamförum í ritdómum sínum um bókina. Þannig kvað einn ritdómari að yfir 10 milljónir manns væru í svipaðri stöðu og íslenski rithöfundurinn lýsir fátækum bónda á Íslandi. Halldór Laxness fékk að súpa seyðið af Atómstöðinni, einhverri kostulegu íroníu íslenskra skáldverka, sem kannski samsvarar gríni á borð við Heljarslóðaorrustu Benedikts Gröndals. Vitað er að bréfasamskipti fóru milli íslenskra og bandarískra yfirvalda um meint skattalagabrot Halldór vegna tekna hans af Sjálfstæðu fólki. Þessi skjöl hafa ekki fengist birt eftir 60 ár. Eitt er víst, að Halldór var dæmdur í Hæstarétti Íslands fyrir skattsvik í ársbyrjun 1955, sama árið og hann fékk þann æðsta heiður sem nokkurn rithöfund getur látið sig dreyma um, Nóbelsverðlaunin. Þeir sem vilja lesa sig nánar um þetta er bent á 26. bindi Hæstaréttardóma sem er fyrir árið 1955.

Þessu máli var lokað með því að bandarísku skjölin voru afhent Utanríkisráðuneyti BNA og þar eru þau sama sem glötuð þar sem þau eru gjörsamlega lokuð fræðimönnum og koma því engum að gagni.

Þetta mál er dæmigert hvernig opinberu valdi er misbeitt. Ritskoðun er sett á Halldór þannig að allar hans bækur voru ekki prentaðar í BNA fyrr en á allra síðustu árum.

Þessi heimildakvikmynd er höfundi, Halldóri Þorgeirssyni til mikils sóma. Hann er virkilega flinkur kvikmyndagerðarmaður sem kemur efninu mjög vel frá sér.

Bestu þakkir!


Bloggfærslur 8. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband