Umdeildur þingmaður

Varla kemur Vigdís Hauksdóttir í ræðustól Alþingis öðru vísi en með stóryrðum og skömmum. Jafnvel þingkonur í sama flokki og hún finnst nóg af svo góðu.

Af misjöfnu verða þingmenn frægir. Guðlaugur Þór þótti lengi vel með stóryrtari þingmönnum. Þegar kosningar voru framundan, varð hann einnig stórtækur, gekk í fyrirtæki og kom með fullar hendur fjár en hefur sjálfsagt lofað gulli og grænum skógum til baka. Þannig var fyrir kosningarnar 2007 var hann með tugi milljóna frá ýmsum fyrirtækjum sem voru að hluta í almenningseigu. Mörg þessara fyrirtækja fóru illa í hruninu eins og almenningsfyrirtækið Atorka. Úr því tók Guðlaugur eina milljón.

Eg hefi lengi talið Guðlaug þennan einn versta kjaftaskinn á þingi. Nú hefur hann fengið skæða samkeppni þar sem Vigdís Hauksdóttir er.

Þau prýða ekki Alþingi, því miður.


mbl.is Siv skammaði Vigdísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldfimt ástand

Þegar hersveitir hafa verið sendar til Mosku er ekki von á góðu fremur en þegar alvarlegir hnökrar hafa komið í ljós við framkvæmd kosninga.

Ekki hefur neitt heyrst frá eftirlitsmönnum frá Mið og vestanverðri Evrópu en venja er að erlendir aðilar fylgist með kosningum sem ber að taka alvarlega, að allar reglur séu virtar og mannréttindi virt. Nú gæti farið illa ef valdhafar eða mótmælendur sitja ekki á strák sínum.

Ef blóðsúthellingar brjótast út, þá er ekki mikil von um að unnt verði að byggja upp lýðræði og mannréttindi á friðsamlegan hátt.

Haustið 2008 í aðdraganda hrunsins á Íslandi var eg staddur í Rússlandi. Mér líkaði vel við land og þjóð enda er þetta ágætis fólk. En þetta fólk hefur lengi sætt harðstjórn og má ekki við að lýðræðisþróunin gangi til baka því það á allt betra skilið.

Góðar stundir


mbl.is Hersveitir til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband