Lýðræði Rússa í bernsku

Allt of lengi sátu Rússar uppi með einræði. Fyrst voru það keisaranir, síðan bolsévikkar og kommúnistar, þá tóku nokkrir gasprarar við eins og Jeltsin sem Gorbasjow kvað hafa verið verstu mistök sín að hafa ekki komið honum fyrir sem sendiherra fjarri Rússlandi.

Einn var sá keisari Rússa sem talinn er hafa verið mjög hlynntur þingræði eins og Bretar hafa þróað. Hann hét Alexander og var 2. með því nafni. Hann stundaði nám í Englandi á 4. áratug 19. aldar, kyntist Viktoríu prinsesse sem síðar varð Viktoría drottning. Voru kærleikar með þeim en gripið var fram fyrir hendur þeirra enda töldu þáverandi ráðgjafar konungs Breta óæskilegt að Bretland og Rússland bindust þannig böndum. Viktoría giftist Albert prins sem frægur varð.

Af Alexander er það að segja að hann vildi snúa Rússum til lýðræðis. En 1.mars 1881 var sprengja sprengd í nánd við þar sem keisarinn var og var hann ásamt frekari lýðræðisþróun í Rússlandi þar með úr sögunni.

Pútín hefur reynt að halda friðinn en sagður vera slægur og undirförull. Hann er ekki líklegur til að verða sá leiðtogi sem Rússar bera almennt traust til.

Það er óskandi að Rússar beri þá gæfu að finna leið til lýðræðis og aukinna mannréttinda.

Mosi


mbl.is Fjölmenn mótmæli gegn Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Baldvin er glöggur

Þegar Jón Baldvin lætur frá sér grein eða flytur má, þá er lesið gaumgæfilega og hlustað á Jón. Hann er glöggur rýnir, sér víða hvar athygli ber að gefa. Það verða líklega margir sem vilja hlusta á Jón sem er menntaður hagfræðingur. Miður er að námskeiðið er aðeins ætlað félögum Samfylkingar en líklegt er að margir fleiri sem utan Samfylkingar eru vildu fylgjast með.

Nú vekur forvitni hvaða þætti Jón staldrar einna mest við. Aðdragandi hrunsins var ámælisverð stjórnum banka og fyrirtækja undir takmarkalausri Frjálshyggju. Gríðarleg skuldsetning og valdagræðgi í skjóli veðsettra hlutabréfa var fyrst og fremst meginástæða hrunsins. Sparnaður þúsunda Íslendinga varð að engu og eignir lífeyrissjóða í hlutafélögunum varð allt í einu einskis virði. Enginn virtist hafa minnstu efasemdir, hvorki hagfræðingar, stjórnmálamenn né lögfræðingarnir í Sjálfstæðisflokknum.

Kaldhæðnislegt er, að það var Jón Baldvin sem bauð Davíð Oddssyni helmingaskipta ríkisstjórn fyrir rúmum 20 árum og þáverandi ríkisstjórn var þar með úr sögunni. Ekki leið á löngu að Frjálshyggjan varð allsráðandi í efnahagslífi þjóðarinnar. Og það var sama Samfylking sem var einnig í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokknum þegar þjóðarskútan var í ólgusjó undir lok september 2008 og strandaði með brauki og bramli!

Hver þáttur Samfylkingar var í hruninu skal ósagt látið. En var formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún jafnsofandi og kapteinninn í brúnni Geir Haarde ásamt öðrum í áhöfninni?

Það verður fróðleg útlistun Jóns Baldvins á hruninu og aðdraganda þess.

Mosi


mbl.is Námskeið um Rannsóknarskýrsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsaka þarf svona brot

Í lögum um bókhald frá 1994 segir m.a. í 37. gr.:

„Svofelld háttsemi bókhaldsskylds manns eða fyrirsvarsmanns lögaðila telst ætíð meiri háttar brot gegn lögum:
1. Ef hann færir ekki tilskilið bókhald fyrir sjálfan sig eða lögaðila þannig að hann uppfylli ekki kröfur laga í meginatriðum.
2. Ef hann varðveitir ekki fylgiskjöl eða önnur bókhaldsgögn eða gerir það á svo ófullnægjandi hátt að ógerningur sé að rekja bókhaldsfærslur til viðskipta og byggja bókhaldsbækur og ársreikning á þeim.
3. Ef hann rangfærir bókhald eða bókhaldsgögn, býr til gögn sem ekki eiga sér stoð í viðskiptum við aðra aðila, vantelur tekjur kerfisbundið eða hagar bókhaldi með öðrum hætti þannig að gefi ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna, enda varði brotið ekki við 158. gr. almennra hegningarlaga.
4. Ef hann eyðileggur bókhald sitt eða lögaðila, í heild eða einstakar bókhaldsbækur, skýtur þeim undan eða torveldar aðgang að þeim með öðrum hætti. Sama á við um hvers konar bókhaldsgögn sem færslur í bókhaldi verða raktar til“.

Auðvitað ber að rannsaka þetta mál og fá á hreint hvaða hvatir lágu að baki ákvörðunar að því að bókhald viðkomandi var eyðilagt. Það á ekki að líðast að skýr lagaboð séu hundsuð. Slíkt gæti orðið fordæmi fyrir aðra skussa í viðskiptum en þeir virðast vera of margir.

Bókhaldslögin kveða auk þess á að bókhald skuli varðveitt um 6 áramót.


mbl.is Bókhaldið strimlar í svörtum pokum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband