Vitaóþörf þingsályktunartillaga

Sennilega svíður stjórnarandstöðunni þessi ákæra á hendur Geir Haarde mjög. Hann sem forsætisráðherra og sérfræðingur í þjóðhagfræði mátti vera ljóst hvert stefndi. Hann gerði ekkert til að forða okkur frá bankahruninu. Hann steinsvaf á verðinum og svo var í Stjórnarráðinu, Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka. Alls staðar steinsváfu menn á verðinum meðan braskaranir tæmdu bankana og fjármálafyrirtækin.

Þegar skipsstjóra verður á í messunni, þá ber hann ábyrgð á áhöfninni, skipi og farmi. Honum ber skylda að sýna varkárni og reynslu í störfum sínum. Ekkert var gert í Stjórnarráðinu fyrr en allt var um seinan. Þjóðarskútan strandið og þar var Geir Haarde við stýrið.

Alþjóðasamfélagið var gapandi yfir aðhaldsleysinu og kæruleysinu í Stjórnarráðinu í aðdraganda hrunsins. Ekkert var gert til að afstýra því. Hingað komu sérfræðingar á sviði hagsýslu, hagfræði, alþjóðlegrar hagstjórnar, peningamarkaða, bankamála og þar fram eftir götunum. Þeir vöruðu við kæruleysinu að eitthvað varð að gera.

Því miður voru Geir og félagar hans uppteknir við að gera ekkert neitt. Það mátti ekkert trufla frjalshyggjudrengina við að naga innan bankana og fyrirtækin enda höfðu miklar gjafir borist í kosningasjóðina.

Auðvitað verður þessari þingsályktunartillögu vísað frá með rökstuddri dagskrá.

Geir Haarde mætti sýna af sér iðrunarmerki og biðjast vægðar. Honum varð á í messunni og eðlilegt er að hann axli þá ábyrgð sem honum ber.

Góðar stundir!


mbl.is Málið gegn Geir verði fellt niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband