Góð hugmynd

Í dag var eg í sjálfboðavinnu hjá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar. Við erum með vinsælan útivistarskóg í Hamrahlíðinni vestan í Úlfarsfelli. Þar hefur verið plantað meira en milljón trjáplöntum síðan 1957 og eru hæstu trén í dag nálægt því að vera 20 metrar. Fyrir um 20 árum byrjuðum við að selja jólatré sem hefur orðið sífellt vinsælla með hverju árinu sem líður. Lengi vel voru það einkum Mosfellingar og aðrir velunnarar Skógræktarfélags Mosfellsbæjar sem komu í skóginn.

Það er mjög spennandi einkum fyrir yngstu kynslóðina að fara með mömmu sinni, pabba og systkinum í skóginn fyrir hver jól, velja tré og kannski fá að saga sjálf með hjálp auðvitað!

Í dag komu mörg hundruð til okkar í skóginn, m.a. börn úr tveim leikskólum. Jólasveinarnir voru viðstaddir börnunum til skemmtunar og deildu mandarínum og piparkökum úr pokum sínum. Auk þess tugir manns með börnin sín. Þetta fólk var með gjafabréf frá þvi fyrirtæki sem það starfaði fyrir en gerður hafði verið samningur að það keypti jólatré fyrir starfsmenn sem það vildi. Mun það vera í fyrsta skipti að fyrirtæki gefur starfsmönnum sínum jólatré sem jólagjöf í stað bókar, konfektkassa eða einhvers annars sem gleður góðan starfsmann.

Satt best að segja er þetta virkilega ánægjulegt og hvetjandi fyrir skógrækt í landinu að fyrirtæki beini starfsmönnum sínum í skóginn. Aukinn skilningur er fyrir því mikilvæga starfi skógræktarfélaganna í landinu að rækta tré. Skógurinn veitir okkur mikið skjól, yndi og dýrmæt tækifæri að fylgjast með og sjá annað spennandi í náttúrunni eins og fugla.

Góðar stundir!


Gamla lumman - en hvað með sameiningu lífeyrissjóða?

Undarlega oft er Vilhjálmur Egilsson í viðtali. Og alltaf er sama lumman á ferðinni rétt eins og gömul grammófónplata er sett í gang. Lengi var það gamla lagið að engin ástæða sé fyrir því að verkalýðurinn hafi of hátt kaup og enginn möguleiki á hækkun.

Svo þegar verið er að reyna að vinda ofan af þeim gríðarlega vanda sem kæruleysi Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda hrunsins olli, þá eru allar hugmyndir sungnar í bann.

Auðvitað er vandi á höndum hvar bera eigi niður til að fjármagna lausnir. Þess má geta að einkavæðing bankanna leiddi til gríðarlegs eignataps lífeyrissjóða vegna hlutabréfa sem allt í einu reyndust vera einskisvirði vegna kæruleysis Vilhjálms og annarra forystusauða Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu ríkisbankanna og í aðdraganda bankahrunsins.

Sameining lífeyrissjóða er það sem raunhæft er. Hvaða vit er að hafa tugi lífeyrissjóða þar sem við þess vegna gætum haft einn eða kannski tvo? Kerfið er einfalt: launþegar öðlast vissan rétt, yfirleitt 2% fyrir hvert ár sem þeir greiða í lífeyrissjóð eða að framlög þeirra verða metin til stiga sem ákvarða fjárhæð við töku lífeyris. Kannski mætti fara í sameiningarmál lífeyrissjóða jafnframt sem sá rekstrarkostnaður sem sparist, gangi tímabundið til vekefna sem hugmynd um tímabundna skattskyldu þeirra væri að ræða. Hvað segir Vilhjálmur um þá hugmynd?

Góðar stundir!


mbl.is Skerðast lífeyrisgreiðslur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 244221

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband