Þá kom að því

Bankahrunið var fyrir venjulegan Íslending martröð. Allt í einu var eins og allt væri á hverfandi hveli, ekkert fast undir fótunum og allt í einu var eins og maður væri í lausu lofti án nokkurs jarðsambands.

Auðvitað var þetta afleiðing skelfilegs ástands sem Frjálshyggja í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eftir einkavæðingu bankanna og byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem voru að öllum líkindum mestu fjárfestingarmistök á vegum þess opinbera í 17 ára samfelldri stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.

Nú er komið að því að böndin berist að nokkrum höfuðpaurum fjárglæfranna. Sérstakur saksóknari hefur lagt gríðarlega vinnu við að leita uppi sannanir þar sem reynir á ábyrgð vegna innherjaviðskipta, fjársvika og misneytingu valds.

Mörgum finnst þessi vinna ganga nokkuð seinlega. Þess ber að gæta að það tók bandarísk yfirvöld 3 ár að rannsaka hvað fór úrskeiðis í Wall Street í okt. 1929 þegar fjármálakerfi hins vestræna heims riðaði til falls og markar upphaf kreppunnar miklu. Þessi rannsókn fór þó fram með amerískum hraða eins og þá tíðkaðist.

Ljóst er að tölvutæknin hefur sína kosti en galla líka. Umsvif viðskipta sem gengu meira og minna út á að mynda bólur á uppgangstímum Frjálshyggjunnar gengu mjög hratt fyrir sig. Á hverjum degi var unnt að „búa til“ veltu sem áður tók vikur ef ekki mánuði.

Lífeyrissjóðir landsmanna sem og sparifjáreigendurí formi hlutabréfa töpuðu gríðarlegum fjármunum í hendurnar á þessum fjárglæframönnum. Nú er komið að nýjum kaflaskilum. Ljóst er að nú eru böndin að berast að þeim sem ábyrgð báru á þessum glæfrum.

Við óskum sérstökum saksóknara velfarnaðar í sínu vandasama starfi og væntum þess að hann nái sem mestum og bestum árangri.

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Líklega fleiri í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. nóvember 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 244222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband