6.10.2011 | 23:33
Umdeildur þingmaður
Einar Guðfinnsson er einn af umdeildustu þingmönnum Sjhálfstæðisflokksins. Hans verður sennilega einna lengst minnst fyrir að hafa skilið eftir sig tímasprengju í ráðherrastólnum áður en hann yfirgaf hann snemma árs 2009: Hann leyfði umdeildar hvalveiðar án þess að taka slíka ákvörðun við aðra hvort sem var við ríkisstjórn eða Alþingi.
Hvalveiðar hafa ekki neina viðskiptalega þýðingu lengur fyrir íslenska þjóðarbúið. Mikil breyting sem áður var. Hins vegar hefur þessi leyfisveiting valdið ferðaþjónustu landsins sennileg mun meiri skaða en efnislegur ávinningur hvalveiða. Er ferðaþjónusta þó einn mikilsverðasti, varanlegasti og verðmætast vaxtabroddurinn í íslensku atvinnulífi.
Þessi þingmaður hefur lengi verið iðinn við að krýna sig til riddara af ýmsu tilefni. Nú á að efna til andófs og tortryggni gegn Efnahagsbandalagi Evrópu en kvótakóngum er EBE mjög mikill þyrnir í augum. Kannski að innan EBE leynist mun farsælli lausn en Einar Guðfinnsson og félagar telji sig hafa tök á. Auðvitað er langur vegur þangað til Ísland sé komið alla leið þangað. Þannig fullgildum við ekki einu einasta meginskilyrði um inngöngu sem komið er, nefnilega að hafa hallalaus fjárlög, skuldir innan tiltekinna marka og að verðbólga sé ekki hætti en ásættanlegt er.
Einar er popularisti. Hann sækir atkvæði sín til Vestfjarða þar sem kjósendum er mjög umhugað um útgerðarhagsmuni. Einar er glúrinn að stilla strengi sína við þær væntingar sem hann telur sig sækja fylgi sitt til. En kannski þetta sé allt meira og minna blekkingarleikur. Leikur kattarins að músinni.
Óskandi er að sem flestir sjái gegnum glansinn og glamuryrðin.
Góðar stundir!
Mosi
![]() |
Erfiðustu kaflarnir ekki opnaðir á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 16:18
Tímamót?
Líklega hefur formaður Sjálfstæðisflokksins aldrei fyrr verið sammála forystu ASÍ. Lengi voru þetta andstæðir pólar í íslenskri pólitík sem jafnvel börðust á banaspjótum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið málsvari atvinnurekenda, fjármagnseigand og þar með ýmiskonar hópa, þ. á m. braskara sem formaður Sjálfstæðisflokkurinn er prýðilegur fulltrúi fyrir.
ASÍ hefur lengi verið á öndverðum meiði. Samband þetta hefur verið samnefnari verkalýðsfélaga og jafnan tekið málstað þeirra sem minnst mega sín. Hvaða sögulega skýring kann að vera að baki skyndilegs gagnkvæms skilnings fulltrúa atvinnurekenda, braskara og verkalýðshreyfingarinnar, er ekki gott að segja. En væntanlega á sagan eftir að skýra þennan skyndilega samhug.
Góðar stundir.
Mosi
![]() |
Bjarni sammála ASÍ í einu og öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 16:09
Versta niðurlægingin
Það er alvarlegt þegar einstaklingar taka líf sitt þegar ekki nein von er framundan.
Stígamót á mikið lof skilið fyrir baráttu undanfarinna áratuga að fletta ofan af þeirri skelfilegu niðurlægingu sem tengist vændi og öðru því tengdu. Því miður er ekki öllum þetta ljóst: Á tíma einkavæðingar og frjálshyggju þótti sjálfsagt að gera niðurlægingu kvenna að söluvöru og féþúfu. Og spillingin grasseraði á þessu sviði með vitund og vilja hægri stjórnmálamanna sem töldu ekkert vera sjálfsagðara.
Misneyting, misnotkun áfengis og jafnvel eiturlyfja og undirferli hafa átt sinn þátt til að koma þessari starfsemi af stað með velvild þeirra stjórnvalda sem litu ekki á þetta með neinni tortryggni.
Einkennilegt er að enginn bloggi um þetta viðkvæma efni, þrátt fyrir að frétt þessi njóti mesta athygli.
Mosi
![]() |
Tvær nektardansmeyjar sviptu sig lífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2011 | 13:02
Stjórn Bankasýslu segi af sér!
Greinilegt er að markmið stjórnar Bankasýslunnar hafi verið að styrkja hagsmuni Framsóknarflokksins með því að ráða mann sem tók þátt í undirbúningi umdeildrar einkavæðingar á ríkisbönkunum.
Ef stjórn Bankasýslu ríkisins segir ekki sjálf af sér ætti að leysa hana þegar frá störfum og ógilda annarlega ákvörðun hennar við ráðningu í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þetta starf á ekki að vera á vegum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka, heldur að vera hafið yfir pólitískt hagsmunapot sem átti meginþáttinn í bankahruninu.
Við megum ekki við fleiri áföllum eftir bankahrunið og miklir hagsmunir eru fyrir þjóðina að landinu verði aldrei aftur stjórnað af fámennri klíku valdamanna sem hafa hagsmuni heildarinnar ekki í fyrirúmi.
Góðar stundir.
Mosi
![]() |
Segir ráðninguna hneyksli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 6. október 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 244222
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar