Hver skipuleggur?

Þegar mótmælt var aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde komu mótmælendur á eigin forsendum með potta, pönnur og annað til að slá með. Nú endurtekur sig sagan að einhver hagsmunaaðili útvegar tugi tunna til að berja í. Hvaða aðili skyldi þetta vera? Og hverju er verið að mótmæla?

Mér finnst mótmæli vera góð og gild svo framarlega sem einhverjar góðar forsendur eru fyrir þeim og eins að þau fari fram án skrílsláta. Mótmælin við þingsetninguna voru fljótlega orðin að ómerkilegum skrílslátum sem eru engum til sóma.

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Stilla upp tunnum á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna?

Hvers vegna var enginn fulltrúi Hæstaréttar viðstaddur setningu Alþingis á dögunum?

Er það í fyrsta sinn sem það gerist, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Hann bætir við, að ástæður þess hefðu verið persónulegar.

Fróðlegt væri að fá nánari upplýsingar um hvaða persónulegar ástæður liggja að baki. Eða má ekki setja málið þannig upp að rík venja sé að Hæstiréttur sem stofnun, beri að senda fulltrúa sinn við setningu þingsins.

Ef eg væri þingmaður þá óskaði eg eftir opinberri skýringu á þessu. Það sýnist vera lítilfjörlegt en þarna var verið að víkja frá ríkri venju.

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Fulltrúar Hæstaréttar mættu ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifalaus þingmaður

Mikil eftirsjá var að Atla þegar hann sagði sig úr þingliði ríkisstjórnarinnar. Mér hefur alltaf fundist mikið til Atla koma og var einn af þeim mörgu sem sáu eftir honum í hóp óánægðra gagnvart ríkisstjórninni.

Ljóst er að þingmaður sem stendur utan stjórnar verði áhrifalaus. Meðan ríkisstjórn heldur meirihluta, þá ræðst í nefndir eftir vilja þeirra sem með valdið hafa.

Kannski væri æskilegt að Atli endurskoði afstöðu sína og verði stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar sem hefur mjög nauman meirihluta. Með því gæti hann breytt stöðu sinni innan þingsins frá því að vera áhrifalítill í að hafa áhrif.

Góðar stundir

Mosi


mbl.is „Refsa mér fyrir að vera óþekkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgð kapteinsins í brúnni

Þó svo að tveim liðum hafi verið vísað frá, þá stendur meginákæran gegn Geir Haarde eftir sem áður. Hann sýndi af sér ámælisvert athafnaleysi og sinnuleysi sem forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins. Hann átti meginsökina að ekkert var aðhafst til að koma í veg fyrir bankahrunið.

Þó svo að Mosi sé ekki refsiglaður maður er þó deginum ljósara að koma hefði mátt í veg fyrir hrunið með nauðsynlegum björgunaraðgerðum í tíma. Taka átti tilboði Breta að vinda ofan af vitleysunni og grípa fram fyrir hendurnar á útrásarvörgunum áður en allt fór á versta veg. Þdeir fengu að féfletta samborgarna, hreins fyrirtækin og stofnanir að innan eins og engisprettur og skilja allt eftir í rústum. Geir hefur fram að þessu gefið í skyn að hann hafi ekkert vitað en sem sérfræðingur á sviði hagfræði átti honum að vera ljóst að ekki var allt með felldu. Hann er sérfræðingur á svið þjóðarhagfræði, menntun sem tiltölulega fáir hafa. Annað hvort er hann kæruleysið uppmálað eða gerir sér upp einhverja vankunnátta sem jaðrar við heimsku.

Ekki er ósennilegt að sagan dæmi Geir Haarde mun harðar en Landsdómur sem að öllum líkindum dæmir hann til málamyndarefsingar. Kannski Geir fái þann stimpil í sögu Íslands að vera einn lakasti forsætisráðherra landsins sem gerði ekkert til að koma í veg fyrir bankahrunið sem hann þó hafði möguleika að koma í veg fyrir.

Bankahrunið snertir hvern Íslending. Flestir töpuðu mestu á því að skuldir uxu hraðar en efni stóðu til enda hefur allt hagkerfið verið þanið út meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völd samfellt í 17-18 ár. Þá voru þúsundir sem töpuðu sparifé sínu í formi hlutabréfa og innistæðna sem erfitt er að gera kröfu um nú. Og tap lífeyrissjóða er gríðarlegt sem að öllum líkindum verður til þess að lífeyrisréttindi verða stýfð. Og margir hafa misst atvinnuna - allt í boði Sjálfstæðisflokksins!

Góðar stundir!

Mosi


mbl.is Niðurstaða landsdóms áfangasigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2011

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 244222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband