18.10.2011 | 14:44
Fulltrúar fortíðarinnar
Um hvað ætla þessir sjálfskipuðu riddarar fortíðarinnar að ræða við þá Alkóamenn? Oft hafa þeir fyrr hlaupið á sig en viðræðugrundvöllur nú er ekki fyrir hendi um fleiri álver á Íslandi.
Aðstæður í heiminum eru gjörbreyttar: orkuverð hefur hækkað mikið, unnt er að endurvinna mun meira ál en verið hefur og eru Bandaríkjamenn að átta sig á því. Mengunarkröfur eru einnig meiri en áður. Um hvað ætla þessir Bakkabræður að semja? Lækkað rafmagnverð og hækka á almenningsveitur?
Þessir þingmernn eru sjálfskipaðir riddarar fortíðar. Við erum á leiðinni út úr kreppunni sem m.a. var vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar og kolrangrar einkavæðingar bankanna. Við erum að sigla út á lygnari sjó en alltaf eru menn til í einhver furðuleg ævintýri.
Góðar stundir
Mosi
![]() |
Vilja fund um Alcoa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2011 | 14:15
Til hamingju Íslendingar!
Erfiðistu og flóknustu mál sem koma fyrir Alþingi eru viðskiptasamningar á borð við þá sem tengjast stóriðju. Frumvarp til þingsályktunar um að heimila ríkisstjórn að gera samning við stórfyrirtæki er kannski ekki nema ein setning. Fylgiskjölin geta skipt tugum á þúsundum síðna þar sem eru mjög flóknir samningar á oft erfiðri ensku sem hafa komið okkur síðar í koll.
Ef Íslendingar bæru þá gæfu að geta tengst betur Evrópuríkjunum eftir að hafa fullnægt skilyrðum Maastricht samningunum, þá væri það kontór í Brussel sem myndi sjá um þessi erfiðu mál. Þar væru kontóristarnir með tékklista yfir það sem fyrirtæki þyrftu að uppfylla til að koma á fót mengandi stóriðju. Þar væri ekki nóg að vera með samninga um landsafnot og aðgang að raforku, heldur einnig að hafa tryggt sér mengunarkvóta. Það hafa þessi fyrirtæki fengið ókeypis í boði Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins! Kannski þeir hafi fengið að njóta sérstakra umbuna fyrir slíkt en það er algengt að stórfyrirtæki umbuni þeim sem hafa sérstakan skilning á sjónarmiðum þeirra.
Áliðnaðurinn er að gjörbreytast. Í BNA eru menn að vakna við vondan draum við að öskuhaugar eru að fyllast og umhverfisfræðingar hafa bent á hve endurvinnsla í Evrópuríkjunum gengur vel. Í ruslinu leynast verðmæti sem unnt er að nýta aftur og aftur eins og einnota álumbúðir. Rafmagnsverð fer hækkandi í heiminum nema í hugum þeirra sem vilja semja við álbræðslurnar á Íslandi.
Við getum óskað okkur til hamingju góðir hálsar yfir þeirri skynsemi sem þeir Alkóamenn hafa sýnt okkur. Þeir vilja reka þessa forréttingu með hagnað en kannski að þeir sem gráta mest núna vilji semja um rafmagnsverð sem er ekki í neinu skynsömu samræmi við kostnað við að framleiða orkuna og dreifa henni.
Trú þeirra á einfaldri atvinnuuppbyggingu var mikil en hún var byggð á sandi sem nú er rokinn út í veður og vind. Þeir standa berstrípaðir gagnvart þeim einföldu staðreyndum að atvinnu er unnt að byggja upp á margfalt fleiri stoðum en þeim sem tengjast álbræðslum.
Góðar stundir!
Mosi
![]() |
Bakkadraumur var villuljós |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 18. október 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 244222
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar