7.1.2011 | 11:57
Yfirhafnarvörður - yfirhafnavörður
Já þetta hlýtur að vera óvenjulega há ölduhæð, 12 metrar jafnast á við 4ra hæða hús með kjallara.
Þegar eg rekst á orðið yfirhafnarvörður þá verð eg stundum að brosa smá. Minnist nefnilega að hafa rekið mig einu sinni í það að sá sem ritaði textann hafði yfirsést r- í miðju orðinu og úr varð yfirhafnavörður rétt eins sá starfsmaður væri ráðinn til að sjá um fatageymslu í samkomuhúsi.
Í fréttinni hefir blaðamaðurinn varast þetta þannig að Grímseyingar hafa ekki verið að vandræðast með yfirhafnir sínar í veðurofsanum.
Prentvillur geta verið broslegar en aðrar dáldið klaufalegar. Þannig var á dögunum frétt um að meðverð á túnfiski væri mjög hátt um þessar mundir. Þetta nýyrði meðverð hefur sennilega ekki fengið hljómgrunn. Auðvitað átti að standa þarna metverð og hefir fyrirsögnin verið leiðrétt.
Mosi
![]() |
12 m ölduhæð á Grímseyjarsundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2011 | 10:37
Munur á einræði og lýðræði
VG er stjórnmálaflokkur sem byggir á lýðræði og varðveislu samfélagslegra gilda. Á tímum þegar erfiðleikar steðja að og það eru ekki neinir smáerfiðleikar sem við höfum ratað í eftir að dekurdrengir Íhaldsins átu að innan hvert fyrirtækið á fætur öðru, hvern bankann á fætur öðrum. Lagaumhverfið var sérstaklega aðlagað hugmyndasömum athafnamönnum sem mergsugu þjóðina.
Það gleymdist að setja þessum athafnamönnum sanngjarnar en eðlilegar leikreglur. Þeir höfðu einfalda aðferð að koma betur ár sinni fyrir borð. Þeir öfluðu sér lansfjár, keyptu hlutabréf og jarðir, margseldu sjálfum sér til að skrúfa upp markaðsverðið í þeim tilgangi að komast yfir meirihlut í fyrirtækjum og bönkum. Þá átti eftirleikurinn að verða þeim auðveldari.
En svo kom alþjóðlega fjármálakreppann. Ekki var unnt að fá ódýrt lánsfé lengur til að fjármagna áfram vitfirringuna.
Bæði Samfylking og VG hafa staðið sig virkilega vel í endurreisninni. Fyrsta raunverulega vinstri stjórnin eftir stríð hefur unnið gott en mjög erfitt starf.
Auðvitað eru menn og konur ekki alltaf sammála um leiðir. Þess vegna er VG mun stærri og betri stjórnmálaflokkur en raunin er af því að þar má fólk hafa sjálfstæðar skoðanir. Þremenningunum þótti niðurskurðurinn á samneyslunni vera of brattur og vildu skera á öðrum sviðum. Ljóst er að utanríkisþjónustan hefur vaxið óhóflega á dögum íhaldsstjórnarinnar enda þurfti að sinna mörgum sjónarmiðum vegna helmingaskiptareglu Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Þessi tímabundnu erfiðleikar hjaðna vonandi og verða til að þjappa þingmönnum VG þéttar saman. Engin tími er kominn að stökkva fyrir borð á miðri leið. Viðfangsefnin eru mörg og eruy mörg krefjandi. Nú þarf t.d. að rannsaka Magma málið ofan í kjölinn og kanna hvaða hagsmunatengsl við fyrri valdhafa tengist rökstuddum grun um viðamikla spillingu.
Eða á að gleyma öllu saman og leyfa spillingunni að dafna?
Er þá ekki stutt í einræðislega stjórn á Íslandi sem vonandi enginn vill fá yfir sig.
Mosi
![]() |
Skammast og vilja aga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2011 | 08:46
Aldrei aftur fjárfesti eg í hlutabréfum
Í fréttinni er greint frá fyrirhuguðu hlutafjárútboði væntanlegs banka.
Mig hryllir við nýjum fjármálavafningum eftir hremmingar sparifjáreigenda sem fjárfestu í hlutabréfum.
Í bankahruninu og kollsteypunni fóru ýmsir fram úr sér í vægast sagt mjög óskynsömum ráðstöfunum. Þeir náðu völdum með gríðarlegum kaupum á hlutafé með lánsfé veðsettu meira og minna í hlutabréfum. Dæmi voru meira að segja um að fyrirtæki væru stofnuð í þessu skyni til að auðvelda sér þessa valdagleði. Þannig stofnuðu vissir bræður fyrirtæki hvers verðmæti var kjaftað upp úr öllu valdi í því skyni að það ætti hlutafjáraukningu í fyrirtækinu Exista upp á 50 milljarða. Með þessu móti náðu bræðurnir eignarhaldi á Exista án þess að ein einasta króna væri lögð til fyrirtækisins.
Íslensku hlutafélagalögin eru meingölluð. Engin skilyrði eru fyrir atkvæðisrétti. Þannig eru engin skilyrði fyrir því að andvirði hluta hafi verið greidd inn í fyrirtækið. Þannig er opið skv. 6. gr. að unnt sé að greiða fyrir hluti hlutafé í öðru fyrirtæki enda hafi endurskoðandi skrifað upp á það! Ekki eru heldur neinar hömlur á veðsetningu hlutafjár, þannig eru veðsettir hlutir jafn réttháir við hlutafé sem aldrei hefir verið veðsett. Er nokkur skynsemi með þessu? Eitt er að fjárfesta í fyrirtæki og hætta fé sínu sem er í mikillri hættu að verða að engu í höndum á þeim sem ná völdum og yfirhöndinni í fyrirtæki með brögðum þar sem lagaumhverfið kveður á að allt skuli vera frjálst.
Á undanförnum árum hefi eg lagt fyrir tillögur á hluthafafundum um takmörkun atkvæðaréttar en án árangurs. Stjórnnedur fyirirtækja sem eigja jafnvel minna en ekkert í þeim tegar tekið er til veðsetningar, hafa ríka tilhneygingu að stjórna fyirtækjum með skammtímamarkmið í huga. Sá vill fjárfesta lítur almennt fremur til langtímasjónarmiða enda skiptir fjárfesti mun meir hvernig hagur fyrirtækisins er eftir 10-30 ár en hvort því verði bjargað milli mánaða, jafnvel daga.
Þessir fyrirvarar um takmörkun atkvæðisréttar þurfa að rata inn í hlutafélagalögin. Einstök félög geta tæplega sett slíkar takmarkanir inn í samþykktir sínar.
Af framangreindum sjónarmiðum verður heilbrigður hlutabréfamarkaður í skötulíki á Íslandi. Þúsundir skynsamra Íslendinga töpuðu sparnaði sínum ásamt lífeyrissjóðunum í fjárglæfrum nokkurra tuga braskara.
Mosi
![]() |
Ráðin bankastjóri Sparibankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 7. janúar 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar