17.1.2011 | 12:32
Búið spil?
Jón Ásgeir og fleiri athafnarmenn reistu sér hurðarás um öxl. Með ódýru lánsfé tókst þeim að byggja upp fjármálaveldi sem ekki tókst að bjarga þegar greiða þurfti lán til baka og ekki tókst lengur að njóta ódýra lánsfjársins.
Sennilega er þetta búið spil.
Kyrrsetningarmál eru rándýr en njóta forgangs í dómskerfinu. Gerðarbeiðandi (kröfuhafar) verða að leggja fram háar fjárhæðir til tryggingar ef þeir tapa máli. Með kyrrsetningunni eru lagðar hömlur á meðferð eigna, þær má hvorki ráðstafa á nokkurn hátt t.d. með því að selja þær, gefa eða afhenda né veðsetja. Þá verða kröfuhafarnir að höfða mál á hendur gerðarþola (skuldara) innan tilskilins tíma til staðfestingar kyrrsetningunni.
Þessi kyrrsetningarmál eru fremur sjaldgæf vegna mikils kostnaðar og umtalsverðrar áhættu. Þannig getur farið fram uppboð á kyrrsettri eign vegna veðskulda eða eldri dóms og fellur þá eignarréttur skuldara niður á viðkomandi eign ef eigendaskipti verða við nauðungarsölu.
Mosi
![]() |
Kyrrsetningin stendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2011 | 11:58
Allir Íslendingar geta tekið undir með Ólafi
Þetta er réttmæt hvatning Ólafs Ragnars til Gordon Brown að sá síðarnefndi biðji íslensku þjóðina afsökunar.
Þessi yfirlýsing Gordon Browns á sínum tíma olli gríðarlegum áhrifum á Íslandi. Hins vegar hafði hann sér til afsökunar og það kom síðar í ljós, að bresk stjórnvöld vildu viðræður við þáverandi ríkisstjórn um lausn Icesave sem greinilega var að mati Breta. litið grafalvarlegum augum. Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Geirs Haarde þverskallaðist við og vildi ekki taka á þessu máli. Á meðan hélt vitleysan áfram, bankarnir og mörg fyrirtæki voru etin að innan, stórlán voru veitt án viðhlýtandi trygginga.
Gordon Brown á sér því góða málsvörn en Geir Haarde glutraði þar niður góðu tækifæri að leysa þessi mál í tíma. Unnt hefði verið að takmarka tjónið ef fyrr hefði verið tekið á vandanum. Perhaps I should be! eða var það ekki þannig sem forsætisráðherrann ógæfusami lét hafa eftir sér þegar allt var komið í verstu óreiðu?
Sjálfsagt væri rétt af Gordon Brown að biðja íslensku þjóðina afsökunar, fyrst og fremst til að treysta betur annars gott samband milli landanna. Hann yrði talinn maður að meiri. En hvort það skiptir einhverju máli úr þessu nú, er óljóst en þetta væri fyrst og fremst mikilvæg staðfesting á því að breski forsætisráðherrann þáverandi mun hafa gengið skrefi of langt með þessari niðurlægjandi yfirlýsingu sinni.
Verði Gordon Brown við áskorun Ólafs Ragnars, væri þá Gordon Brown ekki að biðja jafnframt þá Íslendinga einnig afsökunar sem þó áttu sök á því sem fór? Braskarana og þá stjórnmálamenn sem ábyrgð báru á einkavæðingu bankanna sem endaði með græðgisvæðingu og síðar falli þeirra? Það væri kannski eins og að stökkva vatni á gæs.
Mosi
![]() |
Brown ætti að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.1.2011 | 10:32
Taka verður á fortíðinni!
Í hugmyndum iðnaðarráðherra um nýtingu jarðhitaréttinda eru margar góðar hugmyndir sem hafa margar hverjar áður komið fram í fyrri drögum um sama efni.
Við verðum þó að gera ráð fyrir því að mistök fortíðarinnar verði ekkji sópað undir teppið og látin liggja þar óafgreidd. Eignahald á fyrirtækjum og öðrum forréttingum sem fengust við jarðhitanýtingu hefur verið mjög umdeilt. Þessi fyrirtæki voru mörgum hverjum stýrt af fjármálamönnum en ekki sérfræðingum á svið jarðhitarannsókna. Þeir stýrðu þessum fyrirtækjum með skammsýn markmið og áður en það komust í þrot var reksturinn ærið skrautlegur að ekki sé dýpra tekið í árina.
Erlendur aðili hefir nýtt sér aðstöðuna, keypt aflandskrónur og hyggst gera jarðhitaauðlindir að féþúfu. Þessi aðili hefir lýst því yfir að hann hyggist ekki eiga 98,5% í HS Orku, heldur innleysa verulegan hagnað sinn með því að selja til annað hvort innlendra aðila eða erlendra, þess vegna kínverskra. Allt þetta er vægast sagt mjög umdeilt og er mjög dapurlegt að fyrrum stærsti stjórnmálaflokkur landsins, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur róið að því öllum árum, einkum sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum, að koma þessu í kring, þrátt fyrir mikla andstöðu tugþúsunda Íslendinga. Hafa mjög margir gengið til liðs við sjónarmið Bjarkar Guðmundsdóttur en hún hefir þegar safnað nálægt 50.000 undirskriftum þar sem farið er fram á þjóðaratkvæði um þessi mikilvægu mál.
Það er umhugsunarvert fyrir hvaða sjálfstæði Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú undir nafni? Upphafleg markmið flokks þessa var að standa heilshugar að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Nú er öldin önnur, sjálfstæði þeirra sem hafa fjármuni undir höndum virðist vera meira virði en önnur góð og viðurkennd gildi.
Við Íslendingar verðum að takast á við fortíðina, horfast í augu við þau gríðarlegu mistök sem einkavæðing bankanna var, bankahrunið og afleiðingar þess. Þessi kanadíski fjármálamaður hefir nýtt sér úrræðaleysi Íslendinga á erfiðri stundu þegar allt virtist stefna í strand undir fyrri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Nú þarf að taka á þessum málum!
Mosi
![]() |
Afnotaréttur verði til hóflegs tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 17. janúar 2011
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar