Vér mótmælum allir!

Orkuveita Reykjavíkur hefur verið rekin með umtalsverðum halla á undanförnu. Gríðarlegar framkvæmdir sem kostaðar hafa verið með erlendum lánum er meginástæða erfiðrar fjárhagsstöðu OR. Það er mjög einkennilegt að Reykjavíkurborg hefir látið greiða sér arðgreiðslur upp á milljarða á sama tíma.

Í ársskýrslu Orkuveitunnar fyrir árið 2009 segir :

Það er stefna fyrirtækisins að eiginfjárstaða þess sé nægilega sterk til að styðja við stöðugleika og framtíðarþróun starfseminnar. Arðgreiðslur hafa verið ákveðnar sem ákveðið hlutfall eigin fjár óháð afkomu viðkomandi árs.

Eigendafundur tekur ákvörðun um arðgreiðslur. Stjórn fyrirtækisins leggur til að greiddar verði 800 milljónir kr. í arð til eigenda móðurfyrirtækisins á árinu 2010 vegna rekstrar á árinu 2009. Tillaga stjórnar að arðsúthlutun er ekki færð í ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2009.

Heimild: http://www.or.is/media/PDF/OR_Arsskeikningur_2009_LQ.pdf

Það er umhugsunarvert af hverju arðsúthlun sé ekki færð í ársreikninginn. Er þessi ákvörðun í fullu samræmi við góða reikningsskilavenju?

Bæjarráð Mosfellsbæjar fylgir vonandi þessu máli dyggilega eftir!

Mosi


mbl.is Mosfellsbær mótmælir hækkunum OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stuðningsyfirlýsing án eins einasta nafns?

Hvernig stendur á því að ekkert eitt einasta nafn er undir þessari svonefndu stuðningsyfirlýsingu umdeilds Jenis af Rana? Er hægt að taka mark á svona löguðu?

Öfgar af öllu tagi eru sárgrætilegar og býður upp á meira af svo góðu. Hyggst einhver þverhaus næst neita að tala við örfhenta eða rauðhærða? Hvað með þá sem eru með aðra trúar- eða stjórnmálaskoðun?

Jenis Færeyingur ætti að sjá sóma sinn í að biðja lögmann sinn afsökunar sem og Jóhönnu og spúsu hennar.

Mosi


mbl.is Jenis fær stuðningskveðjur frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónusta sumarsins að baki

Síðastliðna helgi lauk verkefnum mínum á vegum ferðaþjónustunnar að þessu sinni. Fór 5 hringferðir á vegum Ferðaþjónustu bænda sem eg tel vera ein besta ferðaskrifstofa á Íslandi um þessar mundir. Allur hefðbundinn undirbúningur hinn besti og í föstum skorðum og hinn vandaðasti þó svo að alltaf megi bæta um betur í einstökum atvikum.

Síðasti hópurinn var einstaklega samsettur af einstaklingum, flest hjónum sem komu hingað öll með tölu í fyrsta skipti til Íslands að kynnast landi og þjóð sem best í 11 daga hringferð um landið. Veður var þessum hóp mjög hagstætt en þó rigndi nokkuð vel síðustu  dagana.

Í hópnum voru m.a. kennarar, læknir, arkitekt, blaðamaður og upplýsingafulltrúi í þýska stjórnarráðinu í Berlín. Mér fannst eiginlega mest til hans koma enda hann óvenjulega áhugasamur að kynnast sem best Íslandi, Íslendingum og íslenskum hugsunarhætti. Spurði hans margs og oft vildi hann fá nánari upplýsingar um ýms þau málefni sem efst brenna, m.a afstöðu Íslendinga til Efnahagsbandalags Evrópu. Að sjálfsögðu minntist eg á þau sjónarmið sem þorri Íslendinga hafa til EB: við sem neytendur myndum fyrir alla muni vilja þegar vera EB þjóð enda yrði verðlag og vextir í bönkum væntanlega hagstæðari. Þá er auðvitað alltaf hagkvæmt að hafa sama gjaldmiðil sem víðast. En málið er ekki svona einfalt. Við erum sú þjóð Evrópu sem er háðust fiskveiðum og útflutningi á fiskmeti. Við höfum ekki tök á því að gefa neitt eftir í þeim efnum. Þá eru efasemdir á Íslandi um hvort réttlætanlegt að sækja um aðild með hliðsjón af styrktarsjóðum EB m.a. vegna auki9nna styrkja til þeirra landa sem eru norðan við 62 norðlæga  breiddargráðu. Við Íslendingar eigum ekki að sækja um aðild með slík sjónarmið í huga.

Þegar við ókum um Skaftafellssýslur og eg sagði ferðafólkinu frá þeim hrikalegu hörmungum sem gengu yfir íslensku þjóðina á árunum 1783-85, varð mörgum orðfall. Við komum við hjá kapellunni á Kirkjubæjarklaustri, áðum örstutt hjá Fjarðargljúfri og aftur við trjálundinn sem Guðmundur bílsstjóri gróðursetti skammt vestan við veginn að Hunkubökkum og Laka. Athygli okkar vakti að sjálfsáðar furur eru að vaxa sunnan vegar og eru greinilega að breiða úr sér. Aftur spurði stjórnarráðsmaðurinn mig hvers vegna í ósköpum Íslendingar rækti ekki upp þetta mikla hraun sem vakið hefur ógn og skelfingu í meira en en 200 ár? Þetta land virðist ekki  skila Íslendingum neinum arði en þarna gæti vaxandi skógur orðið þessu héraði aukin lyftistöng með skógarhöggi og skógarnytjum í framtíðinni.

Mér varð eðlilega hugsi við þessi viðhorf. Um þetta hafði eg aldrei leift mér að hugsa svona langt.

Skaftáreldahraun er talið vera 565 ferkílómetrar eða rúmlega hálft prósent landsins. Eldgos þetta eyddi tugum jarða og er hraunið í dag allt vaxið þykkum mosa. Víða eru að koma háplöntur til en háð framboði af fræjum með vindi og fuglum. Raki er þokkalegur og hiti hagstæður gróðri. Með því að dreifa t.d. birkifræi mætti þegar sjá góðan árangur innan nokkurra ára. Þá mætti planta barrtrjám með skógarnytjar síðari tíma í huga.

Óskandi  er að þessar hugleiðingar nái augum og eyrum þeirra sem vilja gjarnan bæta atvinnuhorfur í Skaftafellssýslu sem sennilega ekki veitir af.

Mosi


Bloggfærslur 8. september 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband