Nútíma Stjórnarráð

Þessi nýja skipan Stjórnarráðsins er fyrir löngu tímabær. Við höfum verið með of mörg ráðuneyti þar sem verkefni hafa skarast.

Þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru við völd, voru ýmsar ástæður fyrir því að þessir flokkar tóku ekki þetta skref. Fyrir löngu hefur komið fram helmingaskiptafyrirkomulag þegar þessir flokkar hafa verið við völd í Stjórnarráðinu. Fyrir vinstra fólk er þetta auðveldara enda hagsmunagæsla um völdin ekki að flækjast fyrir.

Líklega á forysta innan Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins eftir að klóra sig í handarbökin yfir því að það varð hlutverk vinstri manna að breyta þessu. Uppgjörið eftir bankahrunið mjakast þó hægt fari. Rannsókn hefur reynst torveldari enda ekki allir hlutaðeigandi par hrifnir af að verið sé að fletta ofan af ýmsu sem fyrri ríkisstjórn taldi vera í góðu lagi.

Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju með skynsamlega ákvörðun. Verkefnin verða erfið og þá sérstaklega hjá Ögmundi sem tekur við mjög stóru ráðuneyti sem þarf að stýra af nærgætni en ákveðni og festu. Hins vegar er nokkur söknuður af þeim Rögnu og Gylfa sem hafa staðið sig mjög vel þó oft hafi verið stormasamt kringum þau einkum Gylfa.

Með bestu vonum um að vel takist vel til.

Mosi


mbl.is Fjórir á leið úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. september 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband