Hvenær á að framkvæma?

Margar góðar hugmyndir eru settar á pappír. Svo líða oft vikur, mánuðir,  misseri og jafnvel áratugir og ekkert er gert.

Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs Oddssonar átti sinn þátt í að grafa undan almenningssamgöngum. Þegar Davíð settist í stól borgarstjóra var dregið stórlega úr þjónustu almenningssamgangna. mun meiri áhersla var lögð á gatnagerð fyrir akandi og má minnast á að Davíð var einn sá síðasti sem hélt dauðahaldi í hugmynd um gerð hraðbrautar á borð við Miklubraut eftir endilöngum Fossvogsdalnum.

Snemma á dögum Davíðs sem borgarstjóra var Starfsemi Skipulagsstofu á höfuðborgarsvæðinu  þannig stórlega lömuð en á árunum kringum 1980 komu fram mjög metnaðarfullar hugmyndir um samgöngukerfi á vegum vinstri manna þar sem reiðhjól áttu m.a. að vera góður kostur í samgöngumálum auk eflingar almenningssamgangna.

Því miður voru þessar hugmyndir aldrei útfærðar almennilega, eitthvað var síðar framkvæmt en hjólreiðastígar eru á mörgum stöðum svo illa lagðir að víða eru þeir lagðir um brekkur og hæðir. Þá var blandað saman umferð gangandi sem hjólandi fólks sem auðvitað þarf að aðskilja betur. Þá liggja reiðstígar mjög nærri þessum stígum og er miður að hestar fælast reiðhjól meir en bíla. Á þessu þarf auðvitað að ráða bót.

Mosi


mbl.is Hjólreiðaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 244232

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband