21.5.2010 | 18:37
Furðuleg bíræfni
Í kvöldfréttum RÚV núna áðan, kl. 18.00 var sagt frá því að tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi hafi kært Sigurð Magnússon fyrir að hafa tekið lán til að bjarga sveitarfélaginu. Ótrúlegt er að þessi verði tekin alvarlega enda bendir ekkert til þess að bæjarstjórinn fyrrverandi hafi verið að auðga sjálfan sig, öllu fremur að bjarga því sem unnt var að bjarga fyrir horn en sem kunnugt er má rekja meginfjárhagsvandræði Áltfaness til fjárstjórnar Sjálfstæðisflokksins í byrjun aldarinnar.
Þessi kæra viku fyrir sveitastjórnakosninga ber öll einkenni þeirrar gríðarlegu siðlausu heiftar sem virðist beinast gegn Sigurði fyrrum bæjarstjóra. Hann stóð sig ágætlega eftir því sem unnt var en fjárhagsleg staða Álftaness er vægast sagt ákaflega erfið.
Sigurður bar mjög vel af sér sakir á sparkfundinum þegar hann var settur af sem bæjarstjóri. Hann bað um orðið og útskýrði í mjög skýru máli hvernig þessir erfiðleikar voru tilkomnir. Tekjur sveitarfélagsins voru mjög takmarkaðar en Sjálfstæðismenn höfðu spennt bogann um of með fjárfrekum framkvæmdum.
Álftaness er því miður orðinn vettvangur einkennilegra deilna sem fæst venjulegt fólk jafnvel með venjulega siðferðisvitund ætti að forðast og ekki að koma nálægt.
Mosi
21.5.2010 | 18:26
Leyfum þeim að leita að glópagulli
Í ungu bergi er mjög sjaldgæft að finnist verðmæt jarðefni. Undantekning er heitt vatn og gufa í tenslum við jarðhita. Margir glópar hafa talið sig hafa fundið gull og orðið að almennu athlægi.
Ef menn telja sig hafa nóg fé milli handanna er kannski ekkert því til fyrirstöðu að þeir eyði peningunum sínum í að leita að gulli og þess vegna glópagulli sem mun vera meira af. En þessir aðilar verða að borga vel fyrir og ganga vel um landið, helst fara gangandi en ekki akandi utanvega sem auðvitað er stranglega bannað.
Kannski eina von þessara gullleitarmanna sé að finna smávegis sem komið hefur upp sem innskot eða svonefndir hnyðlingar langt neðan úr möttli jarðar.
Mosi
![]() |
Vilja leita að gulli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2010 | 11:05
Vænta SUS menn umbunar?
Ekki má gleyma því að íslenskum hluthöfum í Atorku og Geysi Green var gefið langt nef. Áratuga sparnaður í formi hlutabréfa fjölmargra einstaklinga einkum þeirra sem komnir eru á miðan aldur, varð gerður einskis virði. Þó er einkennilegt að skuldir og fjárhagslegir erfiðleikar Magma Energy eru ekki minni en þessara íslensku fyrirtækja. Munurinn er sá að skuldirnar og kúlulánin Magma eru ekki komin á gjalddaga.
Íslensku bankarnir keyrðu Atorku og Geysi Green í þrot. Vitað var um tímabundna erfiðleika í rekstri þessara félaga. Nú hafa hrægammar yfirtekið Atorku og fyrirtæki samsteypunnar munu sjálfsagt rétta úr kútnum hvert á fætur öðru. Þá voru eignirnar kjaftaðar niður: Þannig var Promens sagt vera einskis virði við slumpverðmat. Á sama tíma og hlutafé Atorku var fært niður í ekkert neitt var Promens talið vera milli 11 og 12 miljarða virði. Önnur fyrirtæki á borð við Jarðboranir eitthvað svipað en allt sparifé okkar smáhluthafanna var svikið í hendurnar á erlendu fyrirtæki sem hyggst vinna á svipuðum nótumog einokunarverslun Dana fyrr á öldum.
Hvort þeir SUSS menn hyggjast vænta umbunar frá hinu nýja einokunarfyrirtæki fyrir einstakan skilning á hagsmunum þess, skal ósagt látið.
Mosi
![]() |
SUS tekur kaupum Magma fagnandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 21. maí 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 244232
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar