Hvenær verður slys?

Um þetta leyti árs er fremur lítið í jökulánum. Fyrrum var farið úr Fljótshlíðinni þvert yfir Markarfljót fyrir innan Þórólfsfell og innundir Fauskheiði og stefnt á Húsadal. Þessi leið er mjög sjaldan farin í dag enda óðs manns æði að fara hana akandi hvað þá gangandi.

Hvað ef maðurinn hefði drukknað og aðstandendur hans krafið íslenska ríkið um bætur þar sem engar leiðbeiningar eru um leiðir þarna inneftir hafi ferðamenn ekki borið sig eftir þeim áður en anað er af stað? Auðvitað á hver að bera ábyrgð á sínu eigin lífi og vera skynsamur að taka minnstu áhættu þegar náttúruöflin eru annars vegar. Það á að vera alveg ljóst að nauðsynlegt er að bæta upplýsingar og að það sé augljóst að ef ferðafólk hyggst fara á þessar varhugaverðu slóðir geri það á eigin ábyrgð og sé tilbúið að greiða fyrir aðstoð ef á það reynir. Það er rándýrt að reka björgunarsveitir hvað þá þyrluþjónustu. Þjóðfélagið getur ekki boðið hana endalaust ókeypis.

Ekki er ólíklegt að á þetta kunni að reyna einhvern tíma í náinni framtíð. Hvarvetna er varað við nánast öllum hættum á vinsælum ferðamannastöðum erlendis. Lögreglan á að setja upp upplýsingaskilti á áberandi stöðum að vara við þeirri hættu sem ókunnugum er ekki ljós. Slíkt myndi bæta réttarstöðu okkar. Svona tilvik er mjög hliðstætt við Icesave málið: á að láta þjóð bera ábyrgð á glannaskap og léttúð einstaklinga?

Mosi


mbl.is Hrakinn ferðamaður í Húsadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. apríl 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband