Byltingu á RÚV takk fyrir!

Athyglisverðar rannsóknaraðferðir

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi verður sífellt forvitnilegra fyrir margra hluta sakir. Nú hefur nútímalegri tækni verið beitt í fyrsta skipti hérlendis að mæla hitann á rennandi hrauni.

Í kvöld verður í sal Ferðafélags Íslands væntanlega mikill og góður fundur þar sem einn fremsti eldfjallafræðingur heims, Haraldur Sigurðsson, flytur fyrirlestur um þetta magnaða eldgos. Að öllum líkindum á aðsóknin eftir að verða það mikil að margir verði frá að hverfa.

Einkennilegt má það vera, að ríkisfjölmiðlarnir gefi þessu gosi ekki meiri gaum. Á dagskrá Rúv mætti vera mun meira efni tengdu gosinu þar sem jarðfræðingar greina frá því sem er að gerast og hvernig þróunin kann að vera. Nokkrum sinnum hefur verið haft viðtal við Magnús Tuma jarðfræðing og nokkra fleiri starfsfélaga hans en þjóðin er mjög fróðleiksfús um náttúru landsins.

Á dagskrá ríkissjónvarpsins eru vikum og mánuðum saman, já jafnvel árum sömu útvötnuðu framhaldsþættirnir frá Bandaríkjunum um einhverjar vansælar eiginkonur, lækna og hjúkrunarkonur í endalausum bunum. Mætti ekki klippa á svona útþynningu og fá eitthvað íslenskt efni í staðinn? Tilvalið væri að fá Harald Sigurðsson jarðfræðing í hálftíma þátt til að útskýra fyrir þjóðinni hvernig hann sér þetta eldgos þróast áfram. Það væri mjög vel þegið af þorra þjóðarinnar.

Athyglisverð viðtöl er eitt vinsælasta efni í sjónvarpinu einkum þar sem myndum, kortum, línuritum og öðru upplýsingaefni er jafnframt sýnt. Þetta efni getur varla verið fjárhag okkar ofviða og mætti jafnframt spara nokkra bandaríkjadali.

Dagskráin er yfirhlaðin af bandarísku útþynntu afþreyingarefni sem flest venjulegt fólk er fyrir löngu orðið dauðþreytt á.

Gerum róttæka breytingu á dagskrárefni RÚV - jafnvel byltingu ef ekkert breytist! Við mættum líka taka út gömlu útþvældu grammófónplöturnar í hádeginu: „Síðasta lag fyrir fréttir“. Kannski mætti setja annað áheyrilegra tónlistarefni í staðinn hvort sem það væri í dúr eða moll eða einhverju öðru áheyrilegu formi.

Mosi

 


mbl.is 800°C hiti í hrauninu
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Stöndum saman gegn þessari ógn

Vitað er og sannað að mótorhjólaklúbbar á borð við Banditos og Hells Angels hafa beitt sér fyrir ólöglegri starfsemi í nágrannalöndunum þ.á m. eiturlyfjasölu, vændi, mansali og handrukkunum ásamt ýmsu ofbeldi öðru, jafnvel alvarlegum líkamsárásum og manndrápum. Hafa lögregluyfirvöld í nokkrum löndum hreinlega hvatt íslenska starfsfélaga að vera á varðbergi gagnvart þessari starfsemi og gera allt til að koma í veg fyrir að þessi starfsemi festi rætur hérlendis. Ógnvænleg framkoma nokkurra þessarra aðila sem skreyta sig torráðum táknum þessarra umdeildu alþjóðlegu samtaka bendir einnig til að þeir séu til alls vísir og grunnt kann að vera á ofbeldinu. Má þar nefna er einn af forsprökkum þessara gengja gengu í skrokk á blaðamönnum fyrir nokkrum misserum vegna þess að viðkomandi líkaði ekki skrif þeirra um sig í fjölmiðlum. Hvað er þetta annað en ógn gegn almannahagsmunum? Á að gefa eftir og leyfa þessum aðilum að taka „lögin“ í sínar hendur eins og þeir vilja skilgreina þau?

Ekki er verið að amast út í félagsskapinn sem slíkan eins og sumum finnst vera. Öllum er frjálst að stofna félag „í sérhverjum löglegum tilgangi“. En um leið og verkefni félagsins felast í verknaði sem brýtur gegn landslögum og allsherjarreglu, lýðræðinu og jafnvel sjálfsákvörðunarrétti okkar sem þjóðar, þá er heimilt að uppræta slíkt félag og banna.

Mosi


mbl.is Heimilt að banna Vítisenglana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. mars 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband