27.3.2010 | 16:24
Stórkostleg upplifun
Við létum klukkuna vekja okkur hálf fjögur í nótt rétt eins og við værum á leið til útlanda. Af stað um fjögur leytið og austur vorum við komin á móts við Fljótsdal, austasta bæ í Fljótshlíð um hálfri annari stund síðar eða um hálfsex. Mestalla leiðina allt frá Hellisheiði mátti sjá eldglæringarnar í austri og var það tilkomumikil sjón. Við áttuðum okkur ekki alveg í fyrstu aðstæður en eitt okkar sá grilla í ný reista göngubrúna yfir lækinn sem kemur úr dalnum ofan við Fljótsdalsbæinn. Mátti sjá eldinn og hraunfossinn mjög greinilega í myrkrinu. Og áfram gengum við vasklega gegn austanáttinni mót þessu einkennilegu birtu austan við Eyjafjallajökul.
Þegar við vorum komin sunnan við Þórólfsfell og skammt innan við skiltið sem vísar á fjallið, gegnum við fram á nýlega jeppaslóð nánast beint upp á fjallið. Henni hafði verið lokað neðst með nokkrum steinum til merkis um að þarna væri ekki æskilegt að aka. Þessi leið er nokkuð brött og hefur verið mikil fyrirhöfn að plægja rafstreng niður í jarðveginn. Töluvert rask er af þessu og er það ekki beint til fyrirmyndar. Kannski hefði mátt hafa þetta eitthvað umhverfisvænna og sjálfsagt hefði mátt nota þyrlu að koma efni, áhöldum og mannskap á fjallið fremur að aka þarna upp snarbratta hlíðina. Spurning hvort framkvæmd þessi hafi verið sett í umhverfismat sem allar framkvæmdir sem kunna að vera krítískar. Mættu þeir Mílumenn skoða þetta nánar og hvernig mætti draga sem mest úr raski sem þessu. Ekki dugar að sýna grænt bókhald með því að draga úr pappírsnotkun á skrifstofu á sama tíma og umgengni við sjálfa náttúran kann að vera talin ámælisverð og ekki til fyrirmyndar.
Upp komumst við eftir slóða þessum en mikið var hvasst og kalt ef við áðum. Við nutum hverrar stundar að fylgjast með eldgosinu, dagsbirtinni og þegar fyrstu sólargeislarnir léku um fjallstindana. Eyjafjallajökul er mjög fagur að sjá frá Þórólfsfelli og má hiklaust mæla með göngu á fjall þetta.
Til baka gengum við undan strangri austanáttinni og fórum mun sléttari leið niður í dalinn og komum skammt austan við Mögugil. Til baka á bílastæðið við Fljótsdal komum við um hálfellefu leytið. Gangan hafði tekið réttar 5 stundir.
Þegar við ókum til baka vestur þjóðveg nr. 1 kom á móti okkur ótrúlegur fjöldi bíla einkum jeppa sumum með öllum græjum á skuldahala. Kannski þetta minnti dálítið á bjartsýnina og gervigóðærið tengdu árinu 2007.
Sjálfsagt er að mæla með síðnæturferð sem þessari enda er stórkostleg upplifun að sjá gegnum myrkrið þennan eldstólpa lýsa langar leiðir leiðina að markmiðinu!
Óvenjuleg og skemmtileg ferð var að baki!
Mosi
![]() |
Vaxandi órói í eldgosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.3.2010 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 27. mars 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar