Vafasöm vegtylla

Að gera Ísland að alþjóðlegri miðstöð upplýsingaleka er vægast sagt vafasöm vegtylla að ekki sé meira sagt. Allar upplýsingar eiga að vera sem traustastar þar sem unnt er að sannafæra þær og staðfesta með haldbærum sönnunargögnum.

Á okkar tímum er hvað einna mest rætt um gegnsæi í stjórnsýslu, fjölmiðlum og upplýsingum. Um leið og gegnsæi verður minna þá er alvarlegt hættumerki um að stutt sé að réttarríkið sé í hættu. Við höfum reynt það grimmilega.

Eitt dæmi:

Fram til 2007 var unnt að lesa á heimasíðu Morgunblaðsins öll innherjaviðskipti með hlutabréf nánast um leið og þau fóru fram. Þetta var unnt með því að velja Viðskipti og Fréttir. Fyrir um 3 árum var Kauphöllin á Íslandi sett undir OMX í Stokkhólmi. Við þetta rofnaði tengslin og innherjar gátu gert nánast hvað sem þeim datt í hug án þess að viðskipti þeirra og umsvif með hlutabréf yrðu jafnáberandi. Þetta nýttu þeir sér ótæpilega og því fór sem fór. Litlu hluthafarnir uggðu ekki að sér, höfðu ekki neinar hugmyndir um stöðu mála og allt í einu varð allt of seint að losa sig við hlutabréf sem sum hver eru nú einskis virði.

Hefði ekki verið hyggilegra að þessar upplýsingar hefðu verið jafngegnsæjar og áður var?

Braskarnir náðu ótrúlegum árangri með fjárglæfrum sínum oft á ósvífinn hátt. Þarna hefði Morgunblaðið sem öflugur fjölmiðill á sviði viðskipta getað komið að góðu gagni til hagsmunagæslu allra sem málið varðar.

Umdeild alþjóðastarfsemi á ekki að vera velkomin á Íslandi fremur en eiturlyfjasalar og áþekkur rumpulýður.

Mosi


mbl.is Wikileaks vill starfsemi sína til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver lýgur?

Fjármálaeftirlitið gaf út yfirlýsingu 14. ágúst 2008 að allir íslensku bankarnir hefðu staðist álagspróf með prýði! Var Jónas Fr. steinsofandi?

Mánuði seinna verðlaunaði Björgvin Sigurðsson þáverandi viðskiptaráðherra bankastjórn Landsbankans fyrir sérstaklega vandaða og velframsetta ársskýrslu Landsbankans vegna ársins 2007! Var Björgvin steinsofandi?

Í febrúarmánuði 2008 kom hingað til lands sérstakur sendiboði frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og varðai stjórnvöld við. Þá kvað síðar Davíð Oddsson hafa margsinnis varað ríkisstjórnina við allt árið 2008 og fram að hruninu mikla.

Var Geir Haarde og ríkisstjórn hans steinsofandi?

Mosi


mbl.is Vísar ásökunum um lygar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. febrúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband