Fyrirlitlegur braskari

Á heimasíðunni visir.is má lesa eftirfarandi í dag:

„Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina.

Finnur Ingólfsson á einkahlutafélag sem heitir FS7, sem hélt meðal annars utan um hlut hans í Icelandair. Í ársreikningi fyrir árið 2008 kemur fram að félagið skuldar í lok ársins 3,9 milljarða króna, eignirnar voru rúmar 200 milljónir.

Hann seldi síðan hlut sinn í Icelandair og hagnaðist um 400 milljónir og greiddi sér síðan lungann af því í arð, 385 milljónir. Finnur segir í skriflegu svari til fréttastofu að arðurinn hafi verið greiddur út með samþykki Glitnis og notaður til að greiða niður skuld hans hjá bankanum.

En staðan á þessu einkafélagi Finns, þar sem engar persónulegar ábyrgðir eru á lánum eftir því sem næst verður komist, er þá þannig að félagið skuldar líklega um 3,7 milljarða króna umfram eignir. Fari það í gjaldþrot verður því varla um annað að ræða en að afskrifa þá skuld.

Þegar milljarðarnir glymja í eyrum okkar daginn út og inn nú í eftirmálum hrunsins má til samanburðar til dæmis benda á að einkaskuld fyrrverandi seðlabankastjóra er meiri en hagnaður Færeyjabanka á síðasta ári en bankinn fagnaði árangrinum í vikunni. Hagnaðurinn reyndist 3,2 milljarðar.

Drjúgt mætti gera fyrir slíkt fé. Til dæmis reka Menntaskólann í Reykjavík í nærri átta ár og þá mætti rekja Læknavaktina í fimmtán ár“.

Þetta er hreint ótrúlegt! Þessir braskarar eiga að bera ábyrgð að fullu og borga fyrir þann gríðarlega skaða sem þeir hafa valdið þjóðinni!

Þessir „athafnamenn“ eru fyrst og fremst fyrirlitlegir og eiga ekki að njóta neinnrar samúðar. Þeir vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera með „fikti“ sínu og þeim verður því ekki fyrirgefið þeir vissu eða máttu vita hvað þeir voru að gera!


Einkennilegt prófkjör

Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum virðast ekki átta sig á þeim gríðarlegu breytingum sem nú hafa orðið vegna siðblindu þeirra. Allt virðist ætla að sækja í sama horfið. Siðblindan virðist vera algjör.

Kannski að Berlúskóni hafi eignast íslenskan keppinaut þó nokkuð í land sé að jafna þeim saman. En hugsunin að halda völdum er sú sama, þar er enginn munur.

Óskandi er að Sjálfstæðisflokkurinn fái sem versta útreið í kosningum að vori komanda. Þeir eiga fátt gott skilið.

Mosi


mbl.is Árni Sigfússon með 92% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband