5.12.2010 | 13:25
Umsögn umdeildasta háskólakennarans
Afturhaldsmaðurinn er við sama heygarðshornið.
Einhver hefði í sporum Katrínar Jakobsdóttur, núverandi menntamálaráðherra haft sem forgangsverkefni að hreinsa Háskóla Íslands af þessari óværu. Aðspurð kvaðst hún hafa fremur viljað að háskólayfirvöld hefðu sjálf tekið af skarið eftir dómsmál um höfundarrétt þar sem fjölskylda Halldórs Laxness fór í mál við hægrimanninn sem taldi sig vera í fullum rétti að hagnýta sér höfundarrétt sem öðrum tilheyrði.
Þessi afstaða er eðlileg enda á æðra stjórnvald ekki að grípa fram fyrir hendurnar á lægra stjórnvaldi jafnvel þó ákvörðun þess kunni að orka tvímælis en í þessu máli reyndi auðvitað á mannréttindi manns sem líklega á ekki auðvelt með að fá vinnu annars staðar, nema ef vera skyldi á Morgunblaðinu nú.
Um ráðningu Hannesar í HÍ var mjög mikið deilt á sínum tíma, m.a. á þingi. Voru áhöld hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki beitt Háskólann sérkennilegri valdníðslu. Það var nefnilega svo að á þeim tíma þegar HHG var troðið með pólitísku valdboði í Félagsvísindadeild, voru aðrar óskir um fjárveitingu til HÍ vegna annarra brýnni verkefna. Rökstuðningur þáverandi menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins voru þau að allt of margir vinstri menn væru við kennarastóla þar! Með sömu rökum hefði mátt fjölga vinstri mönnum við aðrar deildir Háskólans sem þekktastar eru fyrir hægri menn og íhaldsskoðanir.
HHG er ekki þekktur fyrir viðurkenndar vísindalegar aðferðir í störfum sínum. Hann afber viðhorf og kenningar þýska félagsfræðingsins Max Webers um hlutleysi vísindamannsins til viðfangsefna sinna. HHG gefur sér alltaf niðurstöðuna fyrirfram sem yfirleitt alltaf byggist á skoðunum og viðhorfum mjög íhaldssömum og allt að því ólýðræðislegum. Síðan færir hann rök fyrir máli sínu andstætt aðferðafræði venjulegra vísindamanna.
Mosi
![]() |
Undrast að Bandaríkin skuli ekki gæta skjala betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2010 | 12:33
Á réttri leið
Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki átt dagana sæla að undanförnu. Þrátt fyrir að töluvert hafi áunnist eftir gríðarlega vinnu og þrautseygju, þá er auðvitað enn nokkuð í land. Við eigum eftir að koma fjármálalífi þjóðarinnar aftur í gott lag með minna atvinnuleysi.
Það sem hefur áunnist er EKKI stjórnarandstöðunni að þakka. Því miður hefur hún reynst mjög óhæf til samvinnu og verið að sama skapi hávær. Ýmsar leiðir sem hún lagði til hefði reynst okkur mun kostnaðarmeiri og hefði dýpkað kreppuna enn meir auk þess að koma fyrst og fremst stórbröskurum að gagni. Þannig hugðist formaður Framsóknarflokksins slá um sig með yfirlýsingu um 20% flatan niðurskurð til allra skuldara. Þessi leið hefði verið kærkomin bröskurunum sem rakað hafa saman ógrynni fjár á kosntnað þeirra sem minna máttu sín. Lífeyrissjóðir og smáhluthafar hafa tapað gríðarlegu fé í hruninu og eru öll líkindi til að réttindi lífeyrisþega lífeyrissjóðanna verði færð niður sem bitnar mest á ríkissjóði og skattgreiðendum.
Hrunmennirnir eiga sér marga sporgöngumenn meðal ýmissa þingmanna stjórnarandstöðunnar og hægri sinnaðra bloggara sem þverskallast að kynna sér fleiri hliðar málsins en þær en sem koma þeim að gagni.
Ljóst er að í þrotabúi gamla Landsbankans eru fjármunir sem nema 93% skuldanna vegna Icesave. Þrátt fyrir þessa staðreyndir telja margir að Steingrímur sé að svíkja land og þjóð. Nú eru meiri líkindi að jafnvel enn meir eigi eftir að skila sér eftir að fleiri skúmaskot eignatilfærslna hrunmanna koma í ljós. Það er nefnilega svo að hrunmenn eiga sér ýmsa meðreiðarsveina sem kappkosta að gera uppljóstranir erfiðari.
Það var gæfa íslensku þjóðarinnar að loksins hafi verið mynduð hrein vinstri stjórn þar sem gömlu spillingarflokkanir í íslenskum stjórnmálum var gefið frí. Meðan engin iðrun og yfirlýsing um yfirbót frá þessum aðilum eiga þeir fátt annað gott skilið annað en tortryggni og þess vegna að þeir verði að sætta sig við að vera fjarri Stjórnarráðinu í bráð.
Vinstri stjórn hefur gert meira á undanförnum 22 mánuðum við mjög erfiðar aðstæður en hægri stjórn á áratugum í góðæri! En góðæri hverra? Voru það ekki braskaranir sem nutu þess undir skjóli pilsfaldakapítalismans? Þeir jusu gríðarlegum fjármunum í þessa spillingarflokka sem þeir vilja ekki gera opinber nema að litlu leyti!
Mosi
![]() |
Icesave samkomulag áhugavert fordæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 5. desember 2010
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar