Umdeildur tekjustofn björgunarsveita

Í fréttinni segir að flugeldasala sé megintekjustofn björgunarsveita og getur farið í 90% tekna hjá sumum sveitum.

Margsinnis hafa orðið mjög alvarleg slys enda er hér um sérstaklega varhugaverðan varning að ræða. Mikið álag er á heilbrigðiskerfið ekki aðeins vegna slysa, heldur á margt fólk sem á í erfiðleikum vegna ýmissa óbeinna áhrifa mengunar  frá flugeldum og blysum t.d. húðofnæmi, öndunarerfiðleika,alvarlegra heyrnarskaða og þar fram eftir götunum. Áhrif af flugeldum og öllum þessum blysum og „kökum“ á umverfi okkar til verri vegar er umtalsverður.

Eftir sprengingaæðið eru leifarnar af þessum hroða skildar eftir víðast hvar eins og Íslendingar læri seint að taka eftir sig.

Víðast hvsr erlendis er þetta ekki heimilt og liggur við háum sektum og jafnvel frelsissviptingu ef sakir eru miklar. Telja margir útlendingar sem fyrir tilviljun eru staddir hér, að hér búi allt að því vitfirrt þjóð. Af hverju eyðir þjóðin hundruðum milljóna til augnabliks skemmtunar og veldur sér auk þess ýmsum sköðum í leiðinni þegar það er í verstu vandræðum með að borga skuldir sínar? Er einhver skynsemi í þessu?

Þegar eg hefi verið staddur erlendis t.d. á Kanaríeyjunum, La Palma, Fuerteventura eða Teneriff, (Grand Canari þekki eg ekki öðru vísi en að hafa millilent þar), þá er sá siðurinn að sveitarfélög fá allsgáða fagmenn í björgunarsveitum, hernum eða jafnvel slökkviliði að sjá um að hafa ofan af gestum sínum með því að skjóta flugeldum. Þar eru þrautþjálfaðir menn sem beina gjarnan flugeldunum í átt til sjávar enda er gróður víða mjög þurr og gríðarleg hætta á að illa fari ef einver sem ekki er meðvitaður um hættuna skjóti sjálfur flugeldum. Þarna er allt þaulskipulagt og ekkert á að fara öðru vísi en ætlast er til. Þetta mættu sveitarfélag á Íslandi athuga í framtíðinni og er vísir að þessu á Þrettándabrennu í Mosfellsbæ sem er smám saman að verða þekkt um allt land. Þeirri kvöldskemmtun lýkur á flugeldasýningu sem björgunarsveitin í Mosfellsbæ á veg og vanda af og er henni til mikils sóma.

Varðandi tekjustofna björgunarsveita á hiklaust að setja upp sanngjarna gjaldskrá þegar björgunarsveit er kölluð út. Þetta starf er nánast allt unnið í sjálfboðaliðavinnu og oft á kostnað atvinnurekenda. Þeir eru margir hverjir meðvitaðir um að starfsmenn eru starfandi í björgunarsveitum og vilja styðja starfið á þann veg að starfsmennirnir verði ekki af launum vegna þessa. Auðvitað gengur það ekki nema að litlu leyti. Mörg fyrirtæki í dag eiga í erfiðleikum rétt eins og margir einstaklingar vegna bankahrunsins.

Í Sviss fer enginn á viss fjöll eins og Matterhorn nema hafa keypt sér áður tryggingu fyrir mögulegum kostnaði við útkall björgunarsveita og þyrlna ef þörf er á. Þetta mætti taka til fyrirmyndar hér á landi enda myndi það draga verulega úr glannalegum ákvörðunum að fara í hættuferðir í varhugaverðu veðri. Þannig hefur verið árvisst að leita hafi þurft stundum dögum saman að týndum rjúpnaveiðimönnum sem ekki hafa alltaf sýnt af sér varfærni t.d. vegna veðurs.

Þá mætti ríkisvaldið auðvitað leggja hóflegt gjald á flugelda, blys og þ.h. vegna mengandi eiginleika þeirra. Þannig mætti draga úr þessari sprengingagleði landans og jafnframt auka hag ríkissjóðs sem ekki veitir af þessi misserin.

Mosi

 


mbl.is Flugeldasalan gengið vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðarför vestur í Stykkishólm

Í morgun slóst eg í för með 3 skógfræðingum þeim Aðalsteini Sigurgeirssyni, Brynjólfi Jónssyni og Jóni Geir Péturssyni og var ferðinni heitið vestur í Sykkishólm. Tilgangur fararinnar var að fylgja síðasta spölinn miklum hugsjónarmanni um skógrækt, Sigurði Ágústssyni sem fæddur var í sept. 1925. Hann var formaður Skógræktarfélags Stykkishólms í áratugi. Hann ólst upp við venjuleg störf til sjávar og sveita eins og tíðkaðist fyrrum, fyrstu sporin voru í Akurey þar sem faðir hans var bóndi. Síðar fluttist fjölskyldan til Stykkishólms þar sem fjölskyldan bjó í litlum bæ sem nefndist Vík.

Sigurður eignaðist lítinn vörubíl og varð akstur hans aðalatvinna um árabil. Þá varð hann veghefilsstjóri og sagði presturinn dásamlega frá þegar börnin fengu að fara með honum í styttri ferðirnar um sumartímann. Þá átti hann til að leggja vegheflinum út í vegarkantinn eða aka honum út fyrir veginn og sagði við börnin: Nú skulum við fá okkur hressingu í móunum. Þar kenndi hann börnunum að lesa gróðurinn sem þar bar fyrir augum.

Á köldum vetrardögum var hann oft á ferð á vegheflinum að ryðja snjó og aðstoða vegfarendur sem lent höfðu í vandræðum. Þegar leið fram á aðfangadagskvöld var fylgst gjörla með umferð ofan af Kerlingarskarði. Ef ljósin hreyfðust hratt var örugglega bíll á ferð en ef ljósin mjökuðust hægt áfram var fjölskyldufaðirinn á leiðinni á heflinum.

Eg kynntist Sigurði í ferð lítils hóps skógræktarfólks til Svíþjóðar vorið 1993. Þetta var fremur lítill hópur, auk okkar Sigurðar voru Guðmundur Þorsteinsson frá Efra Hrepp í Skorradal, Þuríður Yngvadóttir frá Suður Reykjum í Mosfellsbæ og Snorri Sigurðsson sem var fararstjóri og margfróður um Svíþjóð og sænska skóga. Þessi för var mjög ánægjuleg og var upphaf þess að leiðir okkar Sigurður lágu saman. Síðan hitti eg hann sem leiðsögumaður þýsks ferðahóps sem gisti í tjöldum á tjaldstæðinu í Stykkishólmi. Jafnskjótt og eg hafði hringt hann, mætti hann á jeppanum sínum og ók vítt um nágrenni Stykkishólms og sýndi mér athafnasvæði skógræktarfélagsins. Það var mjög fróðlegt og lærdómsríkt í alla staði.

Við hittumst alloft á ýmsum fundum á sviði skógræktarmála sem var áhugamál okkar beggja. Sigurður var einstaklega eftirminnilegur og skemmtilegur í viðræðu. Hann hafði afburða góða frásagnargáfu sem unan var á að hlíða. Þannig sagði hann mér frá þegar danski skipsstjórinn sigldi með fyrsta sementsfarminn sem pantaður var vegna hafnargerðar í Stykkishólmi fyrir um 100 árum til Stokkhólms í Svíþjóðar. Færði eg þá sögu í letur og birtist fyrir langt löngu í tímariti leiðsögumanna sem nú er því miður hætt að koma út.

Við eigum góða minningu um góðan félaga. Öllum vandamönnum og vinum er vottuð innileg samúð á kveðjustund. Blessuð sé minning Sigurðar Ágústssonar.


Bloggfærslur 30. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband