Er hættan frá hægri?

Fyrsta vinstri stjórnin síðan fyrir stríð hefur verið við völd í tæp 2 ár. Sjaldan hefur nokkur ríkisstjórn átt jafn mikið á brattann að sækja sem hún en svo virðist að nokkrir meðal stjórnarliða séu að missa móðinn og hyggjast stökkva fyrir borð, því miður. Fram undan eru þó bjartari tímar enda getur mjög slæmt ástand ekki lengur versnað, við erum að sjá í land með. Við höfum tekið á okkur ok sem skammsýn og léttúðlega Frjálshyggjan skildi eftir sig þegar óseðjandi græðgi útrásarvargarnir skildu eftir sig.

Nú virðist að Framsóknarmenn séu beðnir um aðstoð. Þegar svonenfdar „Vinstri stjórnir“ fór hyfirleitt allt meira og minna í strand m.a. vegna þess að spillingaröflin sem stýra Framsóknarflokknum meira og minna fengu mikil völd. Þannig var SÍS veldið komið af fótum fram og var nánast gjaldþrota undir lok Viðreisnarstjórnarinnar 1971 en uppgjörinu var frestað í um 2 áratugi.

„Vinstri stjórnir“ með Framsóknarflokki eru mjög vafasamar í mörgu tilliti.  Samningar verða ábyggilega um það að láta braskara sem styðja Framsóknarflokkinn í friði verða með öllu ósættanlegir. Spillinguna verður að uppræta, líka þá spillingu sem þreifst undir skugga Framsóknarflokksins og hún var ekki lítil!

Innan Sjálfstæðisflokksins er umtalsverð spilling en svo virðist vera að hún sé ekki minni undir pilspaldi hægrisinnaðra Framsóknarmanna.

Mosi


mbl.is Kannast ekki við viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband