Gleymum ekki Skaftáreldum

Þegar minnst er á eftirminnilega atburði má ekki gleyma Laka og Skaftáreldum 1783-1785. „Móðuharðindin“ höfðu gríðarleg áhrif langt út fyrir Ísland. Talið er að þau hafi valdið þráleitum uppskerubresti í Mið-Evrópu sem varð ein af meginástæðum að stjórnarbyltingin á Frakklandi hófst 14.júlí 1789.

Skjólstæðingar mínir á ferðum mínum sem leiðsögumaður á sumrin, þýskumælandi ferðafólkið, verður alltaf mjög snortið við frásagnir um þessa tíma en eg staldra gjarnan í Skaftáreldahrauni, oft við litla trjálundinn sem Guðmundur Sveinsson frá Vík gróðursetti rétt við þjóðveginn vestur af Kirkjubæjarklaustri. Þar gróðursetti merkur brautryðjandi og hugsjónarmaður nokkur furutré í laut í dálitla laut í hrauninu. Nú hafa fururnar borið köngla og hafa vaxið litlar trjaplöntur af fræi þessara góðu landnema. Finnst mörgum erlendum ferðamönnum einkennilegt að við Íslendingar reynum ekki að klæða þetta hraun skógi og hafa góðar og miklar nytjar af honum. Einn ferðamannanna í seinustu ferðinni minni sagði mér að þarna væri greinilegt auðvelt að hefja skógrækt í stórum stíl, héraðsmönnum til mikillra hagsbóta. Hann bætti síðan við: „Sjálfsagt hafið þið Íslendingar haft mjög slæma minningu um þessa skelfilegu atburði þegar þið akið um þetta gríðarlega stóra og víðlenda hraun. Þið ættuð að skoða þetta gaumgæfilega og endilega komdu þessu á framfæri“.

Það þurfti ekki meira til. Síðan hefi eg rætt þetta við ýmsa sem hafa tekið misjafnlega í þessa hugmynd. Eðlilega hafa skógfræðingar mestan áhuga að aðrir minni. Sumir hafa jafnvel orðið hneykslaðir á svona hugmynd. En hvað sem viðhorfum allra líður með virðingu fyrir þeim, þá gæti skógrækt á þessu svæði orðið mikil lyftistöng annars einhæfs atvinnulífs í Vestur Skaftafellssýslu í náinni framtíð sem ekki veitir af. Aðstæður til skógræktar eru ákjósanlegar: raki og hiti nægur fyrir skóg að dafna í og auk þess er eldfjallajarðvegur frjósamur.

Mosi


mbl.is Þorparinn Eyjafjallajökull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband