Ábyrgari fjármálastjórnun

Alltaf er leitt þegar opinber þjónustufyrirtæki þurfa að grípa til hækkana á þjónustu sinni. Sérstaklega þegar ráðstöfunartekjur þeirra sem minna mega sín dragst saman. En auðvitað ber að líta á þetta sem ábyrga fjármálastjórnun við þeim erfiðleikum sem við blasir vegna þess mikla kæruleysis undanfarinna ára sem leiddu af sér fjármálakreppuna miklu. Við verðum einhver ár að súpa seyðið af þeirri léttúð sem þá ríkti. Þá voru skattar lækkaðir, eignir seldar eða jafnvel gefnar án þess að nokkur verðmæti væru greidd fyrir nema einhverjir pappírar sem reynst hafa verðlitlir eða jafnvel verðlausir með öllu.

En opinberir aðilar verða einnig að sýna aðgát í ákvörðun útgjalda. Þar má víða skera verulega niður með skynsamlegum ákvörðunum.

Mosi hefir oft bent á, að notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæðinu er mjög umdeild. Svifrykið sem að miklu leyti stafar af nagladekkjanotkun, eykur álag á heilbrigðiskerfið og útgjöld almennings á meðulum við þeim kvillum. Þá mætti draga verulega úr þörf á gatnaviðgerðum vegna naglanna en þar fara gríðarlega háar fjárhæðir í súginn sem e.t.v. betur væri varið til að efla strætisvagnasamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Ein ástæðan að einungis 4-5% ferðast með strætisvögnum er vegna ónógs sætaframboðs og flutningsgetu á álagstímum í umferðinni. Flestir mæta í vinnu eða skóla kl.8 á morgnana og flestir fara heim á leið á svipuðum tíma. Unnt væri að taka upp sveigjanlegan vinnutíma í stórum stíl þar sem A-fólk sem vaknar snemma kemur fyrr en B-fólkið sem vill byrja seinna en vinna lengur fram eftir. Þannig væri unnt að koma þessu einnig fyrir í skólastarfi: kjarnafögin væru kennd fyrst og fremst kringum hádegið en valfögin ýmist seint eða snemma eftir atvikum og unnt að koma því við.

Óskandi er að þetta ástand hækkaðs verð á þjónustu verði sem styst og að unnt verði með skynsemi að koma rekstri þjónustustofnana þess opinbera sem fyrst í gott lag.

Með ósk um gleðileg en umfram allt friðsæl jól til allra landsmanna fjær og nær.

Mosi


mbl.is Skriða hækkana skerðir lífskjör almennings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband