Takmörkun umferðar

Víða um heim eru umferðartakmarkanir. Ímörgum borgum er t.d. óheimilt að aka innan vissra marka nema bílum sem eru taldir umhverfisvænir, smábílum og þeim sem megna mjög óverulega.

Í Reykjavík eru nánast engar takmarkanir. Þar má aka stórum trukkum þess vegna um miðbæinn án þess að nokkur hafi athugasemd um það. Æskilegt væri að taka upp takmarkanir eins og víða er í stærri borgum erlendis þar sem jeppum og skúffubílum og þaðan af stærri bílum er óheimilt að aka um miðborgina. Mætti t.d. binda takmörk við útblástur, t.d. 200 g á hvern ekinn km. Það þýðir að allir bílar sem brenna meiru en um 8 lítrum á hundraði er óheimilt að aka innan viss svæðis.

Stórir bílar menga ekki aðeins meira en þeir minni, heldur eru þeir mun þurftarfrekari á pláss hvort sem er á götunum eða bílastæðum.  

Meir en 20 sinnum á ári er talið að mengun fari yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík. Þessi mál mætti umhverfismálaráð Reykjavíkur skoða og taka föstum tökum. Það er oftar tilefni en á Þorláksmessu og aðfangadag jóla að takmarka umferð t.d. í grennd við kirkjugarðana.

Þá mætti að sjálfsögðu auka almenningssamgöngur og greiða meira fyrir þeim. Hækkun á fargjöldum nú nýverið er hreinn skandall!

Mosi


mbl.is Bílaumferð takmörkuð í Fossvogskirkjugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga veiðar á makríl að koma í veg fyrir EB aðild?

Íslendingar hafa lengi fiskað fyrir ströndum landsins. Síðustu hartnær 35 ár hafa flestar fiskislóðir verið innan landhelginnar eftir að við lýstum yfir 200 mílna landhelgi eða að miðlínu við nærliggjandi lönd.

Þegar flökkustofnar eins og makríll leitar norðar vegna hækkunar hitastigs á norðurhveli jarðar, þá getur engin þjóð krafið okkur um að við eigum að láta af veiðiskap þessarar tegundar innan fiskveiðilögsögu okkar.

Satt best að segja átta eg mig ekki á því hvernig sumir vilja blanda óskyldum málum saman, rétt okkar til makrílveiða og umsóknarferli okkar í Evrópusambandið. Þessi viðhorf eru mjög gamladags að ekki sé dýpra tekið í árina. Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu fjallar um margt fleira en veiðar á makríl.

Ef landar okkar sem vilja lúffa fyrir nokkrum breskum harðlínumönnum þá ættu þeir sömu að kanna þessi mál betur. Fyrr á þessu ári komst upp um stórtæk misferli með upplýsingar um réttar tölur um afla á makríl og voru þar þó aðilar sem nú eru að gagnrýna Íslendinga fyrir takmarkalausar makrílveiðar. Auðvitað höfum við sama lagalegan sem siðferðislegan rétt að veiða úr þessum stofnum, alla vega meðan hann er veiddur innan íslenskra fiskveiðilagamarka.

Aðild að EBE á skilyrðislaust að halda áfram. Með því tryggjum við betra lagaumhveri á Íslandi, betra samfélagi og umfram allt að tryggja að hér verði herlaust Ísland.

Mosi


mbl.is Gagnrýnir yfirlýsingar Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúrulegur verknaður

Ósköp er lágkúrulegt að þjófur/þjófar hafi brotist inn í húsnæði mæðrastyrksnefndar til að stela af matarbirgðum sem ætlað var skjólstæðingum þessa góða mannréttindafélags. Þó svo að þjófuinn hafi talið sig hafa meiri rétt til birgðanna en aðrir, jafnvel svangari en aðrir, ber þetta vott um mjög slæmt innræti.

Þetta minnir nokkuð á innræti útrásarvarganna sem stálu öllu steini léttara úr almenningsfyrirtækjum sem voru ekki nema að litlu leyti í eigu þeirra. Þeir voru á sjálfskömmtuðum ofurlaunum og töldu sig standa öðrum framar í samfélaginu.

Hugsunarhátturinn er nákvæmlega sá sami hvort sem stolið var frá lífeyrissjóðunum, smáhluthöfum eða Mæðrastyrksnefnd.

Spurning er ef sá sem verknaðinn framdi gefur sig annað hvort fram sjálfviljugur eða lögreglan finni út hver hlut eigi að máli, þá er líklegt að út frá lögfræðinni verði dálítil spurning: Til þess að þjófnaður hefur verið fullframinn þarf þýfið, þ.e. andlag hins saknæma verknaðar að hafa eitthvað fjárhagslegt gildi fyrir þann sem stolið var frá, þ.e. Mæðrastyrksnefnd. Ef greitt hefur verið fyrir birgðirnar er alveg ljóst að um fjárhagslegt tjón sé um að ræða. Hafi verið um samskot, t.d. frá verslunum að ræða, þá vandast málið.

Sjálfsagt mun verjandi þorparans velta þessu fyrir sér og reyna að fá sakborning sýknaðan út frá einhverjum slíkum sjónarmiðum. Kannski unnt sé að sanna að viðkomandi hafi verið jafnvel svangari en aðrir en það kann að vera nokkuð fjarstæðukennt. Varla getur hann verið 20 sinnum svangari en aðrir!

Annars er ótrúlegt hve sumir geta lagst lágt, að stela björginni frá fátækum.

Mosi


mbl.is Stálu frá mæðrastyrksnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. desember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband