Hraðferð á 240 km hraða úr Mosfellsbæ til Reykjavíkur!

Á heimasíðu Mosfellsbæjar er greint frá nýjung sem sjálfsagt er að benda á:

Nú hefur verið ákveðið að strætisvagn aki tvær ferðir frá miðbæ Mosfellsbæjar til miðbæjar Reykjavíkur. Sjá: http://www.mos.is/Lesafrett/mosmidborg-hradferd

Allt hið besta mál en svo er að rýna betur í textann:

„Vakin er athygli á því að á virkum dögum ekur vagn frá Strætó BS tvær hraðferðir milli Mosfellsbæjar og miðborgar Reykjavíkur. Um 15 mínútur tekur að aka frá miðbæ Mosfellsbæjar að Lækjartorgi.

Um er að ræða leið nr. 6 sem leggur af stað frá Háholti í Mosfellsbæ kl. 7:19 og 8:19. Hún ekur beina leið að skiptistöðinni við Ártún og þaðan hefðbundna leið sem er niður Miklubraut, fram hjá Landspítala og Háskóla Íslands, fram hjá Tjörninni, niður að Lækjartorgi, upp Hverfisgötu og að Hlemmi“.

En gamanið fer að kárna þegar tímaáætlunin er skoðuð betur:

Háholt Mos - 7:19 og 8:19
Ártún - 7:21 og 8:21
Kringlan - 7:25 og 8:25
Landspítalinn - 7:28 og 8:28  
Háskóli Íslands - 7:30 og 8:30
Lækjartorg - 7:34 og 8:34
Hlemmur - 7:39 og 8:39

Eins og sjá má er áætlað að taki einungis 2 mínútur að aka um 8 km leið frá Mosfellsbæ og niður í Ártún. Ef við deilum 8 með 2 fáum við 4 sem er áætlaður hraði á mínútu. Og með því að margfalda 4 með 60 sem sagt fjölda mínútna í klukkustundinni þurfa strætisvagnarnir að aka á 240 km hraða þessa leið! Auðvitað er hægt að setja upp alls konar óskhyggju á blað en er þetta ekki einum of langt gengið? Á leiðinni er um tylft hringtorga sem hafa þá náttúru að þeim er ætlað að draga úr hraðakstri. Sjálfum finnst mér tíminn knappur frá Ártúni á móts við Kringlu sem er tvöfalt lengri en nokkuð styttri. Það verður ekki neitt sældarbrauð hjá strætisvagnabílsstjórum að halda tímaáætlun jafnvel þó þeir væru að æfa sig í formúlu kappakstri á strætisvögnunum. Tölum ekki um aðra vegfarendur. Eins gott að þessir hraðakstursvagnar verði sérstaklega merktir, þess vegna endurvaktir Kleppur hraðferð, - tja hvers vegna ekki? Sú leið var einu sinni til og bar númerið 13. 

Stjórn Strætó hefur oft komið með kostulegar hugmyndir. Ætli nokkur sem situr í stjórn Strætó geri sér minnstu hugmynd um aðstæður og æskilegt aksturslag bílsstjóra. Líklega er enginn notandi strætisvagna sem situr í stjórn Strætó sem virðulegir borgarar verma.

Vonandi verða ekki stórslys af þessu nýjasta uppátæki. En aukin þjónusta verður ábyggilega kærkomin, en með réttum forsendum takk fyrir!

Mosi


Bloggfærslur 1. nóvember 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband