Ótrúlegt

Hvernig getur Íslandsbanki neitað að afhenda eftirlitsnefnd umbeðnar sem upplýsingar?

Sjálfsagt er fyrir nefndina að fá þessar upplýsingar tafarlaust ef ekki með góðu, þá með málsókn, þ.e. beiðni til fógetaréttar um að umbeðnar upplýsingar verði framlagðar.

Ef einhver minnsti grunur um að einhver misferli hafi farið fram, ber að setja nauðsynlegar hömlur við starfsemi þeirrar fjárplógsstarfsemi sm um er að ræða.

Mosi


mbl.is Neitaði eftirlitsnefnd um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyr, heyr!

Mörður hefur mikið til síns máls.

Bankarnir eru rót þess illa sem einkennir ástandið í samfélaginu. Þeim hefur öðru sinni verið breytt í ræningjabæli. Þar fer fram mjög gróf mismunun hvernig auðmönnum eru gefnar upp himinháar skuldir meðan þeim sem minnst mega sín verða að sitja uppi með okurlán á herðunum. Finna þarf sanngjarna lausn.

Vonandi þarf ekki að þjóðnýta bankana en það kemur auðvitað til greina til að bjarga þjóðinni frá enn meiri hörmungum.

Þau mótmæli sem í gær áttu sér stað einkenndust fremur af skrílslátum en þeim friðsömu mótmælum sem Hörður Torfason beitti sér fyrir hérna um árið. Þau mótmæli beindust í rétta átt. Mótmælin í gær var beint í ranga átt. Þeim bar að beina að bönkunum.

Við Íslendingar höfum aldrei í sögu lýðveldisins átt möguleika fyrr á því að hafa virkilega vinstri stjórn sem hefur það að markmiði að efla samfélag eins og það best þekkist í heiminum eins og á hinum Norðurlöndunum. Okkar samfélag hefur einkennst mjög af því að hér hafa tveir stjórnmálaflokkar skipt völdunum milli sín annað hvort annar eða báðir saman. Það endaði með skelfingu eins og við mátti búast þar sem valdagleði og græðgi stjórnar för.

Vonandi ber vinstri stjórnin okkar þá gæfu að leysa þessi hrikalegu vandamál og þá byggist allt á að reisa sér ekki hurðarás um öxl. Við þurfum fyrst og fremst að leggja áherslu á að bönkunum sé stjórnað skynsamlega og að þeim verði sýnt nægilegt aðhald með stjórn og skipulag. Bankakerfið í dag er enn ofvaxið og þar tíðkast enn ofurlaun sem eru í engu samræmi við einhverja skynsemi.

Mörður: Haltu áfram þínu góða og farsæla starfi!

Mosi


mbl.is Mörður: Venjuleg pólitík er lömuð á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. október 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband