Eru maðkar í mysunni?

Eva Joly tekur réttilega undir gagnrýni Bjarkar sem er hárrétt. Tugir þúsunda landsmanna töpuðu réttindum þegar lífeyrissjóðir töpuðu fjárfestingum í glæfrafyrirtækjunum Atorka-Geysir Green Energy. Það síðarnefnda virðist aðeins hafa verið pappírsfyrirtæki líklega stofnað sem liður í umfangsmikilum blekkingum og svikum þar sem útrásarvíkingar komu við sögu. Þá töpuð hundruðir Íslendinga umtalsverðum sparnaði sínum í  í formi hlutabréfa í fyrirtækinu Atorku. 

Um 20.000 Íslendinga eða um 7% hafa undirritað áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur að stjórnvöld komi í veg fyrir söluna til kanadíska/sænska skúffufyrirtækisins. Við sem undirrituðum áskorunina viljum stoppa þessa braskstefnu að leyfa enn erlendum fjárglæframanni að gera orkuna okkar að féþúfu. Vitað er að hann hyggst síðar selja Kínverjum eða öðrum þá hagsmuni sem Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt svo áfjáður núna að afhenda þessum braskara.

Af hverju voru lífeyrissjóðirnir og hluthafarnir í Atorku hlunnfarnir?

Það eru greinilega maðkar í mysunni! Þetta svínarí verður að uppræta og koma ábyrgð á hendur þeim sem hlut eiga að máli.

Mosi


mbl.is Joly tekur undir áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið nóg af svo góðu?

Þegar búsáhaldabyltingin var upp á sitt besta, komu nánast allir með friðsömum hug að mótmæla. Hörður Torfason átti mikinn þátt í hve mótmælin fóru vel fram en það voru ýmsir sem vildu fá meiri hasar í leikinn. Margir líta á þetta sem einhvers konar karnival eða kjötkveðjuhátíð enda eigum við enga slíka hátíð nema ef vera skyldi sá danski siður meðal barna á Öskudag og upphófst í danska bænum Akureyri.

Rúðubrot og eggjakast er ekki af því góða. Það er engum til sóma nema síður væri.

Er ekki komið nóg af svo góðu?

Mosi


mbl.is Tunnur barðar við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðalegt

Mjög lengi hafa póstsendingar sem ætlað var að fara til ákvörðunarstaðar á Íslandi, séu fyrir mistök send til Írlands. Spurning er hvernig fjármálafyrirtæki getur tryggt sig gegn svona mistökum enda er bótaábyrgð póstsins takmörkuð við einhverja hámarksfjárhæð.

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er að öllum líkindum hárréttur, bæði formlega sem efnislega enda gerðar mjög strangar kröfur varðandi innköllun á kröfum.

Líklega hefði verið hyggilegra að senda símskeyti eða lýsa kröfu á annan sannanlegan hátt.

 Aðrir kröfuhafa geta glaðst yfir mistökunum sem gerð voru. Þeir fá væntanlega meira upp í sínar kröfur þegar þessi vogunarsjóður hefur misst af gæsinni.

Mosi


mbl.is 890 milljóna krafa kom of seint
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband