Of miklir fjármunir?

Ţegar tekjustofnar eru öflugri en nauđsynleg útgjöld, ţá getur ţađ valdiđ ađ einhverjir falli í freistni sem kirkjan og ađrar trúarforréttingar berjast gegn. Í ţessari krikjudeild sem kennir sig viđ hvítasunnuhátíđina var byggt stórt hús sem líkist ekki nokkurri kirkju heldur fremur stóru pakkhúsi. Sjálfsagt hefur veriđ hugsađ til ţess ađ hafa bygginguna einfalda og ódýra.

Valdimar Briem var mikill og góđur kennimađur og sálmaskáld. Hann var sálnahirđir viđ litla kirkju Gnúpverja austur í sveitum. Ţegar stórar kirkjur voru byggđar í Odda, Eyrarbakka og Stokkseyri nefndi sr. Valdimar ţessa tegund kirkna „pakkhúskirkjur“ enda minntu ţćr sig á stóru pakkhúsin sem byggđ voru fyrir vörur í kaupstöđum. Sr. Valdimar hélt mikiđ upp á lítil guđshús enda fer vel ađ iđka kristilegt uppeldi og guđfrćđileg frćđi í byggingum sem halda vel ađ sálartetrinu.

Fyrrum fjárhirđir ţeirra Hvítasunnumanna hefur greinilega falliđ í freistni í stóra pakkhúsinu sem byggt var í útjađri Rauđarártúns.

Mosi


mbl.is Viđurkennir fjárdrátt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. október 2010

Um bloggiđ

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 244230

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband