Betri vonir

Viðbrögðin við ákvörðun Ólafs forseta voru nokkuð hörð til að byrja með. Að öllum líkindum hefur hann með einleik sínumgrennslast fyrir hvernig fjármálaheimurinn myndi taka þessu. Nú er raunin að fjármálaheimurinn með Financial Times hefir tekið þessari ákvörðun með hinni mestu stillingu. Á þeim bæ ríkir greinilega yfirvegun þar sem betra er að doka við en grípa til yfirlýsinga sem í eðli sínu eru til þess fallnar að bæta gráu ofan á svart sem ekki þykir góð latína.

Nú þurfum við Íslendingar að fá miligöngu Frakka og Þjóðverja til þess að ná skynsamlegu og sanngjörnu samkomulagi við Breta. Með Icesave lögunum báðum hafa Íslendingar sýnt fram á, að fjarri fer að við viljum koma okkur undan að borga. Staðreyndin er sú, að bresk yfirvöld gripu til mjög róttækra aðgerða í þeirri viðleitni til þess að bjarga breskum hagsmunum. Nú hefur komið í ljós að Bretar skutu sig illilega í fótinn með að setja íslendinga lagalega séð í sömu stöðu og hermdarverkamenn. Þegar útibú Kaupþing banka féll, þá töpuðu breskir aðilar gríðarlegu fé gegnum fjármálastarfsemi sem er á eynni Mön. Ástæða fyrir þessari ákvörðun um beytingu hryðjuverkalaganna hefur ekki verið opinberlega borin upp. Enn skuldar Gordon Brown skýringu á þessari umdeildu ákvörðun sem hefur skaðað bæði Íslendinga sem Breta.

Við þurfum að finna farsæla lausn á þessari deilu. Við þurfum að koma atvinnulífinu sem fyrst af stað. Við þurfum að styrkja betur stoðum undir fjármálalíf okkar og gera það öruggara og réttlátara. Við þurfum að draga úr atvinnuleysi. En umnfram allt þurfum við að bæta siðferði á sviði viðskipta sem og stjórnmála. Á því sviði hefur margt mjög ámælisvert komið í ljós. Hvers vegna er einn af ráðamönnum fyrrum ríkisstjórnarflokks á Íslandi til nær 18 ára flæktur í gróðafélag sem nú er í dúndrandi tapi. Efnt var til gríðarlegra skulda til þess að kaupa hlutafé í banka sem nú eru einskis virði. Skuldirnar nema um 2 milljörðum, 2 þúsund milljónum króna! Ef sú einfalda regla væri innleidd að þeir sem kaupa hlutabréf mættu ekki kaupa þau með því að veðsetja þau, heldur greiða fullu verði, þá væri atvinnulífinu ábyggilega komið í betra horf.

Fyrir nær ári lagði Mosi fram tillögu á hluthafafundi tryggingafélagsins Exista, að binda atkvæðarétt við þau einföldu skilyrði, annars vegar að hlutafé hafi raunverulega verið til félagsins og að hlutafé væri án veðsetninga undanfarna 24 almanaksmánuði, hefði verið komið í veg fyrir að braskarar næðu völdum í fyrirtækinu. Auðvitað var þessi sjálfsagða tillaga kolfelld en þeir sem stýrðu fyrirtækinu höfðu aukið hlutafé um 50 milljarða án þess að greitt væri fyrir þá hluti með einni einustu krónu! Hins vegar var ígildi greiðslu einhver hlutabréf í einhverju ókunnu fyrirtæki sem fáir vissu hvers virði væri.

Við stöndum frammi fyrir betri tíð með bjartari dögum. Kannski það hafi verið eftir allt saman góð ákvörðun hjá Ólafi forseta að taka hana þó umdeild hefði verið í fyrstu. Viðbrögð fjármálalífsins skiptir þar höfuðmáli.

Við Íslendingar sem þjóð vorum um tíma sem gjörsigruð, við fátæk og smá meðal annarra þjóða áttum okkur ekki neinar vonir né smáljóstýru að sjá til betra veðurs á fjármálahimninum. Nú eru vonir um að við náum réttlæti með sanngirni og að rétta úr kútnum.

Neitum skuldafangelsi Gordons Brown. Fyrr skal hann greina okkur ástæðuna fyrir því að hann beitti smáþjóðina í Norðurhöfum hermdarverkalögunum en að við látum hann beygja okkur í duftið!

Mosi


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðbrögð

Eftir ákvörðun Ólafs forseta þá hefur sitthvað verið sagt og fullyrt. Þessi óviðunandi staða hefur komið fleirum en okkur til umhugsunar. Bresku blöðin með Financial Times í fararbroddi hafa bent á að taka þarf á þeim vanda og ágöllum sem olli upprunalegum viðbrögðum sem hafa einkum byggst af örvæntingu, fyrst sparifjáreigenda, síðan stjórnmálamönnum ýmsum og ekki síst almenningi.

Auðvitað þarf að stoppa í þessi galopnu göt alþjóðlegra viðskipta sem siðlitlir bankastjórar leyfðu sér að nefna „snilld“. Heimildir til að reka banka í öðru landi þarf auðvitað að vera þannig framkvæmdar að þær séu í fullkomnu samræmi við vandað regluverk og geti því ekki skaðað fjármálalífið. Bankaeftirlit þarf að vera fullkomlega virkt til að koma í veg fyrir annað eins tjón og orðið hefur.

Við verðum því að sætta okkur við að forsetinn okkar Ólafur Ragnar, hafi vakið aftur mikla athygli á þessu gríðarlega verkefni: að greiða úr þessari flækju fjárglæfra og að þessi mál verði tekin föstum tökum og færð í ásættanlegra horf.

Vera má að breski Íhaldsflokkurinn sé okkur eitthvað skárri en breski Verkamannaflokkur Gordon Brown sem hefur af öllum líkindum hlaupið á sig með að beita bresku hermdarverkalögunum. Þetta á allt eftir - vonandi - að koma betur í ljós.

Það er borðleggjandi að meira kapp hljóp í Gordon Brown vegna þessa Icesavemáls af því að hann hefur verið í gríðarlegri varnarbaráttu bæði vegna þess að stutt er í þingkosningar í Bretlandi og eins hefur komið fram mikil andstaða gegn honum innan Verkamannaflokksins. Var beiting hermdarverkalaganna viðbrögð hans við þessum vanda innan flokksins og að draga athyglina frá öðru? Annað eins hefur gerst í sögunni.

Kannski má þakka Gordon Brown fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug og sent breska herinn til Íslands eins og Chamberlain á sínum tíma.

Nú er Steingrímur okkar fjármálaráðherra á förum til Bretlands til viðræðna. Ekki er hægt að efast um annað en að för hans leiði til einhvers árangurs enda Steingrímur mjög ákveðinn að leysa þetta mál eins farsællega og unnt er. En eins og Eva Joly sagði í viðtali í sjónvarpinu í gær, þá þarf að taka á þessum vanda sem olli bankahruninu og kítta upp í þessi göt vafa og trausti á heilbrigðu alþjóðlegu fjármálalífi. Við þurfum að fá liðsinni Frakka og Þjóðverja að gerast milligöngumenn og finna hagkvæma leið út úr þessum ógöngum.

Mosi


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband