Kom ekki á óvart

Yfirlýsing Ólafs Ragnars í gær var nokkuð brött og byggð á nokkurri þröngsýni. Í ljós hefur komið að boð hafi verið send honum kvöldið áður þar sem ýmsar mjög mikilvægar upplýsingar komu fram. Ólafur minnist ekkert á þær málsástæður sem þar var minnst á.

Það kemur því ekki sérstaklega á óvart að margir séu ósammála honum og telja hann ganga of langt. Flest þingmál hefði hann mátt neita að undirrita þó ekki þetta og ekki fjárlögin. Ekki heldur ákvæði sem fjalla um breytingar á skattalögum. Þessi mál verða eðli máls ekki með hliðsjónum af viðhorfum fræðimanna ekki undir venjulegum kringumstöðum lögð undir þjóðaratkvæði.

Nú er auðvitað spurning hvort Ólafur geti enn tekið ákvörðun sína frá því í gær til baka og undirritað lögin? Öllum getur orðið á og það sem Ólafi hefur eðlilega yfirsést, er að ákvörðun hans kann að reynast okkur dýrari en að undirrita þessi vandræða lög.

Mosi


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt túlkun?

Talað er um starfsstjórn þegar ríkisstjórn hefur annað hvort fallið í ÞINGkosningum eða að samið hafi verið vantraust á hana. Þó ríkisstjórn sitji uppi með þjóðaratkvæðagreiðslu um vandasamt mál, þá er ekki stjórnin fallin á meðan meirihluti stendur á bak við hana.

Ólafur Ragnar sprengdi sprengju sem heyrðist um alla veröld. Sennilega eigum við engra betri kosta vegna þessa Icesave máls og því miður vék forsetinn ekkert að þeirri gríðarlegu áhættu sem hann er að taka fyrir þjóðina. Ekkert mál hefur sundrað þjóðinni jafnmikið og þetta endemis mál sem rekja má til vægast sagt mjög umdeildrar einkavæðingar bankanna á sínum tíma og meirihluti hlutafjár komið í hendur fjárglæframanna sem komið hafa okkur í þessa klemmu.

Ef túlkun BVG á hugtakinu starfsstjórn þá má væntanlega teygja það jafnvel enn lengra. Á t.d. ríkisstjórn að víkja sem ekki hefur fengið samþykkt stjórnarfrumvarp í þinginu? Það þætti afarhæpið.

Vonandi er Björn Valur ekki að stökkva fyrir borð úr áhöfn Þjóðarskútunnar í öldurót þessarra gríðarlegu umræðna þar sem ýmsum sýnist sitthvað og verða sjálfsagt seint ef nokkurn tíma sammála.

Mosi


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband