Hvaða aðilar bera siðferðislega ábyrgð á Icesave klúðrinu?

Einkavæðing ríkisbankanna í byrjun þessarar aldar var fyrst og fremst þáverandi formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Hallóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni sérlega hugleikið. Mjög miklar efasemdir um ágæti einkavæðingar bankanna voru settar fram og rökstuddar mjög vel. Þrátt fyrir það var málið keyrt í gegnum þingið með látum. Um líkt leyti var tekin önnur umdeild ákvörðun, byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem segja má að hafi skyggt á alla umræðu um hvort einkavæðing bankanna hefði tekist vel eður ei. Margir gerðust hluthafar sérstaklega Búnaðarbanka og sjálfsagt hafa einhverjir auðgast eitthvað á því.

Þarna verður til gríðarleg fjármálabóla þar sem verður til gervigóðæri. Margir féllu í þá gryfu að taka lán í þessu „góðæri“ jafnvel á hagstæðari vöxtum en íslenskum krónulánum en þá með þessari gengisáhættu sem margir eru að súpa seyðið af þessi misserin.

Ekkert virkt eftirlit var með einkavæddu bönkunum, bindiskyld í Seðlabanka afnumin, skattar hátekjumanna lækkaðir bæði tekjuskattur sem og afnám eignaskatts því ekkert mátti trufla frelsi og athafnaþrá nýríku braskarana sem allir voru dyggir stuðningsmenn ýmist Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks. Fjármálaeftirlitið var jafnvel notað til að blekkja almenning á þann hátt að gefa í skyn að allt væri í himnalagi. Þannig var yfirlýsing þessa Fjármálaeftirlits frá 14. ágúst 2008 aðeins örfáum vikum fyrir hrun bankakerfisins að bankarnir hefðu allir staðist svonefnt álagspróf.

Með vísvitandi blekkingastarfsemi vissu forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða máttu vita, að bankakerfið gæti ekki staðið undir sér. Það væri á brauðfótum og gæti fallið við minnsta áfall.

Það eru þessir aðilar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem bera höfuðábyrgð á því sem komið er. Svo hafa forystumenn þessara flokka hagað sér eins og börn sem telja að allt sé vondu vinstri stjórninni að kenna hvernig komið er!

Eiginlega ætti að senda þessa ábyrgð um Icesafe þessum stjórnmálaflokkum: Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. En sjálfsagt eru þar óreiðumenn þar sem víðar í samfélaginu og þar borga menn ekki fyrir afglöp sín fremur en aðrir.

Það er dapurlegt að horfa á forystumenn þessara stjórnmálaflokka vera allt að því glaðhlakkandi yfir því að forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar hafi tekið umdeilda og miður góða ákvörðun í þessu máli.

Mosi


mbl.is Sterk viðbrögð við ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammsýni ÓRG: Umdeild og dýr ákvörðun

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að neita að staðfesta nýju lögin um Icesave vitleysuna ætlar að verða okkur strax dýrkeypt. Staða mála var ekki góð og Ólafur Ragnar hefur ekki bætt hana. Fjármálaheimurinn lætur ekki standa á viðbrögðum:

Öll lán hér eftir verða okkur óhagstæðari, lánamöguleikar erfiðari og öll samskipti við erlendar þjóðir torveldari. Að koma atvinnulífinu aftur á réttan kjöl verður einnig erfiðari.

Segja má að Óalfur Ragnar hafi ákveðið að fórna stærri hagsmunum í þeirri viðleytni að bjarga minni hagsmunum og það í nafni lýðræðis! Betra hefði verið að ákveða að synja annari lagasetningu staðfestingu en alls ekki þessari. Þessi ákvörðun á eftir að vera eins og vatn á myllu braskara og spekúlanta sem hafa haft örlög þjóðarinnar í hendi sér.

Þessi staða mála er algjörlega eftir væntingum stjórnarandstöðunnar. Nú geta formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kæst vel í Þórðargleði sinni yfir þessari ákvörðun. Þeir Bjarni og Sigmundur formenn þessara braskflokka geta einnig keppst á að gera Ólaf Ragnar að heiðursfélaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Mosi


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband