Prófkjör: kostir og gallar

Nú eru prófkjör farin af stað. Fyrrum riðu hetjur um héruð til að safna liði. Núna eru það auglýsingar og greinaskrif, síminn og í sumum tilfellum bloggsíður nýttar til hins ítrasta. Í sumum sveitarfélögum landsins virðist vera óvenjulega mikill áhugi fyrir að komast í öruggt sæti. Hvorki fleiri né færri en 13 manns hefur gefið kost á sér í prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi svo dæmi sé nefnt. Sem kunnugt er það sveitarfélag nánast gjaldþrota eftir nokkuð glæfralega stjórnun á liðnum árum og mun Sjálfstæðisflokkurinn eiga töluverðan þátt í hvernig komið er. Einkennilegur er þessi áhugi meðal Sjálfstæðismanna á að stýra gjaldþrota sveitarfélagi!

Kostir prófkjöra er sá að hver og einn sem áhuga hefur, getur tekið þátt í prófkjöri. Gallinn er hins vegar sá að þetta ferli er sífellt að verða harkalegra og kostar meiri fjárútlát. Frambjóðendur verða að safna liði, n.k. hirð kringum sig sem aflar fjár og kynnir frambjóðanda sinn til vinstri og hægri. Oft verða sumir bitrir eftir þetta pólitíska þref þar sem oft valdagleðin freistar fremur en hugsjónastarfið. Og er ekki gengið full langt í þessa átt? Þátttaka í prófkjöri t.d. hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík skiptir milljónum á hvern frambjóðenda. Það er von að sú spurning læðist að venjulegu fólki: Telur þátttakandi í prófkjöri þetta stúss borga sig? Er kannski eftir einhverju að slægjast? Borgar þetta sig?

Galli prófkjöra fyrir lýðræðið er hversu auðmagnið skiptir greinilega miklu máli. Ekki er alltaf hirt um að gera á eftir hreint fyrir sínum dyrum, gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem hafa verið nýtt í þágu „málstaðarins“ og valdabröltsins. Mjög mikil líkindi eru að sá verði kjörinn og nái árangri sem hefur greiðan aðgang að miklu fé.

Í Grikklandi og jafnvel í Rómaborg til forna var oftast hlutkesti látið ráða. Þá höfðu allir jafnan möguleika að komast til valda hvort sem það var maður sem hafði mikinn auð að baki eða skítblankur hugsjónamaður - eða valdafíkill eftir atvikum - næði kosningu. Hér eigum við von á að það séu fyrst og fremst fjáraflamenn sem ná árangri án tillits til raunverulegs tilgangs og hvata viðkomandi að seilast til áhrifa og þar með valda. Hlutkesti kostar ekkert, það er líklega ódýrasta leiðin til að praktíséra lýðræðið þar sem tveir eða fleiri koma til greina.

Prófkjör þar sem ríkir óheft peningastefna í undirbúningi, hafa flest einkenni frumskógalögmálsins. Þar er fyrst og fremst sá sem auðinn hefur sem vænta má að nái bestum árangri. Því miður eru mikil útgjöld í prófkjöri stundum ávísun á spillingu í skjóli valdsins sem fylgir. Maregir þeir aðilar sem lagt hafa fé af hendi, vænta þess að fá einhverja fyrirgreiðslu sem umbun fyrir veittan stuðning.

Æskilegt er að stjórnmálaflokkar setji sér skynsamar reglur um framkvæmd þessara prófkjöra þar sem sett eru takmörk á hversu miklu fé megi nota í prófkjöri. Þá er mjög skynsamlegt að allir sem hlut eiga að máli geri opinberlega grein fyrir uppruna og notum fjársins sem tengist þátttöku í stjórnmálum.

Mosi


mbl.is Prófkjör farið vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. janúar 2010

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband