Eignaupptaka eða hvað?

Þessi nýjasti dómur Hæstaréttar sem er staðfesting á úrskurði Óbyggðanefndar er að mörgu leyti líkur fyrri dómum um áþekk eignamál. Ljóst er að ekki eru allir sáttir og er margt aðfinnanlegt um suma þessa dóma. Þannig eru skjöl sem tengjast sölu Stafafells í Lóni, afsal frá Landssjóði til þáverandi ábúanda, að efni þess var gjörsamlega hafnað. Þannig er skýrt tekið fram að afrétti á Lónsöræfum væri hluti þess selda. Óbyggðanefnd kaus að gera þá setningu marklausa.

Nú er verið að dæma um Brúaröræfi þar sem Kárahnjúkavirkjun var byggð. Eignarrétti Brúarmanna er alfarið hafnað. Nú verður fróðlegt að rýna betur í forsendur  dómsins en ljóst er að þessi niðurstaða sparar Landsvirkjun umtalsverðar fjárhæðir enda koma engar bætur til landeigenda.

Óbyggðanefnd starfar í umboði landsstjórnarinnar. Með sérstökum lögum sem Davíð Oddsson átti meginþátt í að sett væru.

Er um að ræða mestu eignaupptöku í sögu þjóðarinnar? Hvað finnst fólki um þessi mál?

Mosi


mbl.is Þjóðlenda á Brúaröræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk gagnvart íslensku þjóðinni

Í dag er dapur fyrir venjulega Íslendinga. Að ráða þann mann sem mest hefur haft áhrif á Íslandi sem leiddi tilefnahagshruns og hörmungar eru afglöp sem ekki verða fyrirgefni. Þetta er ekki aðeins eins og kjaftshögg: eigandi Morgunblaðsins skvettir úr hlandpotti hrunadansins framan í Íslendinga!

Fremur þann versta en þann næstbesta leggur Halldór Laxness Snæfríði Íslandssól í munn þá hún fékk ekki að eiga þann mann sem hún elskaði. Hún giftist júnkéranum í Brautartungu, svolamenni og óreiðumanni. Þó Davíð sé að öllum líkindum hvorugt þá er hann sístur þeirra sem eigandi Morgunblaðsins hefði átt að velja sem ritstjóra.

Mosi ætlar að segja upp áskrift strax. En hann hyggst gerast áskrifandi strax og Davíð hættir!

Segjum upp ÁSKRIFT AÐ MOGGANUM!

ÞETTA ER REGINHNEYKSLI!

Mosi

 


mbl.is Davíð og Haraldur ritstjórar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband