Er fólk með öllum mjalla?

Því miður brást Sjálfstæðisflokkurinn þjóðinni gjörsamlega í að'draganda bankahrunsins. Ekkert var gert til að koma í veg fyrir gríðarlega fjármálaspillingu og blekkingum var meira að segja beitt, t.d. gegnum Fjármálaeftirlitið. Þar virðist eins og allir hafi sofið í vinnunni frá því eldsnemma á morgnana og þangað til menn sluskuðust heim seint á kvöldin.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ásamt Framsóknarflokknum verið spillingarbæli. Þeir létu afskiptalaust að bönkunum var breytt í ræningjabæli með einkavæðingu þeirra.

Hvað er það fólk að hugsa sem vill kjósa þessa flokka? Vill það að rannsókn á bankahruninu verði stöðvað, Eva Jolin og saksóknari rekinn, grunaðir menn gefnar upp allar sakir? Líklegt er að svonefnd frjálshyggja verði aftur það leiðarljós sem hefur reynst okkur djöfullega. Þeir sem aðhyllast frjálshyggju bera enga samfélagslega ábyrgð, þar er aðalatriðið að koma ár sinni svo vel fyrir borð með því að græða á kostnað annarra.

Foruysta Sjálfstæðisflokksins veit ekkert hvað hún vill annað en að komast aftur til valda. Því miður yrði sá litli ávinningur sem fram að þessu hefur náðst hjá núverandi ríkisstjórn að engu hafður. Ætli það yrði ekki fyrsta verk Bjarna Benediktssonar hins ístöðulausa formanns Sjálfstæðisflokksins að reka Evu Joly ráðgjafa ríkisstjórnarinnar og alla saksóknarna og gefa þessum vandræðamönnum sem ábyrgð bera á bankahruninu upp allar sakir?

Það væri slæmt ef sú þróun yrði. Frjálshyggjan er ein sú versta sending sem við höfum fengið. Þar er ábyrgðarleysið, spillingin, sérhagsmunapotið og allt svínaríið. Er það sem við viljum?

Er fólk með öllum mjalla sem vill þessa stjórnmálaflokka aftur til valda?

Mosi


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband