Að taka lögin í sínar hendur

Alltaf er mjög umdeilanlegt þegar einhver tekur sér lögin í sínar hendur. Það fyrirkomulag tíðkaðist mjög í villta vestrinu: skjóta fyrst og spyrja svo.

Í réttarríkinu gengur þetta ekki. Sá sem afhendir vöru eða aðra þjónustu getur ekki tekið sér lögin í hendur og sótt það semda, nema hann hafi við samning eða afhendingu vöru/þjónustu að hann áskyldi sér eignarréttarfyrirvara. Þannig var einn heildsali fyrir nokkrum áratugum þekktur fyrir að sækja óseldar vörur sínar hjá smásala sem ekki hafði staðið í skilum. Þá átti viðkomandi kaupmaður í miklum fjárhagserfiðleikum og auðvitað var þetta ágæt lausn.

Fyrir nokkrum misserum fréttist að iðnaðarmenn höfðu gripið til líkra ráðstafana á Selfossi. Þar sem þeir höfðu hvorki fengið greitt fyrir vinnu sína né útlagðan kostnað vegna byggingarefnis, gripu þeir til þess ráðs, að sækja allt það sem þeir höfðu kostað til: raflagnaefni og pípulagningarefni. Þá stóð þannig á, að greiðslur höfðu tafist og þeir töldu sig vera í fullum rétti að sækja byggingarefnið.

Eigi fer neinum fregnum af niðurstöðu þess máls en ljóst að mikið tjón var fyrirséð enda vetur að ganga í garð.

Þeir sem taka sér lögin í sínar hendur geta orðið ábyrgir gerða sinna og það getur orðið dýrt spaug.

Sennilega er vænlegasta leiðin að láta lögmann um innheimtu. Ef hendur þarf að láta standa fram úr ermum og staðreyndir og málsástæður á hreinu, mætti krefjast kyrrsetningar og höfða mál í framhaldi. Þessi málatilbúnaður er tiltölulega hraðvirkur en getur orðið feyknadýr enda þarf að leggja fram tryggingu að mati dómara eða dómkvaddra matsmanna.

Við eigum að sýna öðrum að við viljum ekki grafa undan réttarríkinu. Borgum strax þá vara eða þjónusta er keypt en látum það ekki bíða. Svo er alltaf vænlegra að biðja lánardrottinn um gott veður ef svo stendur illa á, að ekki sé nóg til að reyta í hann. Þá er betra að semja og sýna einhvern lit með því að greiða eitthvað upp í kröfuna.

Mosi

 


mbl.is Sumarbústaðarmál tengdist skuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband