Dýr afglöp

Einkavæðing bankanna voru mjög afdrifarík mistök.

Aldrei átti að selja hlutafé bankanna nema gegn reiðufé. Almenningur keypti hlutabréf einkum Búnaðarbanka og að öllum líkindum margir fyrir reiðufé.

Í hlutafélagalögin þarf að setja inn ákvæði þar sem sett eru takmörk fyrir atkvæðarétti bak við hlutafjáreign.

Á hluthafafundi Exista nú í vor lagði undirritaður tillögu um það að atkvæðaréttur væri bundinn tveim skilyrðum:

1. að hlutafé hafi raunverulega verið greitt til félagsins.

2. að hlutafé hafi verið án veðbanda og annarra kvaða undanfarna 24 mánuði.

Hvað þýðir þetta í raun? Með þesu er verið að tryggja hagsmuni lítilla hlutafjáreigenda sem og lífeyrissjóða sem líta á hlutafjárkaup sem langtímafjárfestingu en ekki sem einhverja ævintýramennsku.

Þeir sem náðu völdum í bönkunum og ýmsum stórfyrirtækjum litu á fjárfestingar til að fjármagna aðrar fjárfestingar. Nettóhlutfé þeirra var  nánast ekkert, e.t.v. hlutaféð minna en ekkert. Samt héldu sumir þessara stóru hluthafa á pappírunum völdum í fyrirtækjunum og stýrðu með eiginhagsmuni í huga en ekki alltaf skv. tilgangi félagsins.

Þess má geta að þessar tillögur féllu í grýttan jarðveg og voru kolfelldar af stjórn Exista. Í ljós hefur komið að af 50 milljarða auknum hlut í félaginu hafði aðeins verið greitt fyrir 1 milljarð og ekki með reiðufé, heldur hlutabréfum í einhverju öðru fyrirtæki!

Með því að setja skilyrði sem þessi, væri unnt að koma fyrirtækjarekstri í betra lag á Íslandi. Sá sem ekki hefur nægjanlegt fjármagn á ekki að stýra fyrirtæki! Svo einfalt er það!

Mosi


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband