Enn eitt slysið þar sem vélsleði kemur við sögu

Því miður er ríkjandi mikil léttúð meðal margra landa okkar. Mörgum finnst sjálfsagt að gera það sem honum sýnist og sérstaklega þykir gaman að hafa mörg hestöfl milli handanna til að fara geyst. Oft er áfengi með í för og það getur haft alvarlega afleiðingu í för með sér.

Sjaldan gera slys boð á undan sér og oft er undirbúningi áfátt. Mörgum finnst jafnvel sjálfsagt að björgunarsveitir séu ætíð viðbúnar því að fara til fjalla að leita að fólki. Oft setja björgunarsveitarmenn sig í lífshættu. Þeir eru í þessu af áhuga og yfirleitt alltaf í sjálfboðavinnu.

Eigi er ljóst hve tjón samfélagsins er mikið þar sem kæruleysi og léttúð kemur við sögu. Oft hefur mátt koma í veg fyrir óþarfa útköll með betri undirbúningi og fyrirhyggju.

Björgunarsveitir eiga hiklaust að setja upp gjaldskrá fyrir þá þjónustu sem þær veita. Þar á að reikna með öllum útlögðum kostnaðir og jafnvel að einhverju leyti launakostnaður sé reiknaður með. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast á ferð þar sem áhætta er mikil verði að kaupa tryggingu hjá tryggingarfélagi.

Slík ákvörðun björgunarsveita myndi ábyggilega draga verulega úr vélvæddum tómstundum þar sem vitað er að akstur utan viðurkenndra leiða kemur við sögu. Við eigum að taka upp vinnubrögð sem viðurkennd eru víðast hvar annars staðar. Má t.d. vísa til Sviss í því sambandi. Enginn gengur á Matterhorn né önnur varhugaverð fjöll nema hafa sýnt bæði að hafa keypt tryggingu til greiðslu björgunarkostnaðar ef á það reynir. Víða er umferð vélknúinna farartækja stranglega bönnuð, t.d. vélknúinna báta sem annara tækja á vötnum.

Mosi


mbl.is Féll í sprungu á Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júní 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband