22.6.2009 | 22:02
Frábært framtak
Skógrækt þarf að efla með öllum ráðum og dáðum. Við búum í skógfátækasta landi heims ef undan er skilið Grænland og Færeyjar.
Fátt er skemmtilegra en að ganga í skóglendi og njóta skjólsins og annarra þeirra gæða sem skógurinn veitir. Við getum auk þess bundið mikið magn koltvísýrings með aukinni skógrækt. Og skógarafurðir verða ætíð verðmætari eftir því sem skógurinn verður eldri.
Getum við verið án skógræktar?
Mosi
![]() |
Þúsund ný störf í skógrækt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009 | 21:54
Nauðsyn nákvæmni í notkun orða
Sögnin að gruna fylgir vísbendingu sem eftir er að sanna, m.a. með öðrum sönnunargögnum t.d. hugsanlegri játningu og vitnisburðum vitna. Í þessu tilfelli var brotamaður staðinn að verki og er handtekinn í framhaldi af eftirför. Því er með öllu óskiljanlegt að hann sé grunaður um afbrotið nema hugsanlega að lögreglan hafi annan grunaðan um þátttöku eða hlutdeild í brotinu.
Blaðamenn sem skrifa fréttir þurfa eðlilega að setja sig vel inn í eðlilega orðnotkun sem tengist fréttinni. Gott er að lesa sig til en töluvert lesefni er fyrir hendi þar sem afbrot koma við sögu.
Ekki spillir að hafa einhverja þekkingu á refsirétti sem er ein allra skemmtilegasta grein lögfræðinnar enda fjölbreytni mikil og reynir vel á þekkingu.
Oft ruglast blaðamenn á dómum og úrskurðum. Úrskurðir dómara varðar ákvörðun um tiltekið einstakt álitaefni t.d. hvort kalla á til vitni eða ágreining sem tengist einhverjum hluta máls. Grunaðir eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald meðan rannsókn málsins fer fram. Dómar hinsvegar eru endanleg ákvörðun dómstóls í öllu málinu. Þetta er meginreglan en auðvitað eru undantekningar: Þannig er ákvörðun fógetaréttar sem og uppboðsréttar jafnan úrskurðir en öll mál sem koma fyrir Hæstarétt eru dómar.
Nokkuð flókið fyrirbæri en rétt skal vera rétt.
Mosi
![]() |
Krafa gerð um gæsluvarðhald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2009 | 19:27
Endurskoðum afstöðu okkar gagnvart Icesafe
Sífellt koma fram nýjar upplýsingar um þessi dæmalausu Icesafe mál. Í Spegilinum eftir kvöldfréttir útvarpsins kemur fram að bresk yfirvöld sýndu af sér óvenjulega léttúð gagnvart umsvifum íslensku bankanna í Bretlandi. Þeim BAR að sýna betri aðgæslu um þessi mál.
Í skaðabótarétti eru þau viðhorf ríkjandi að þegar sá sem telur sig verða fyrir tjóni, verði að gera ALLT sem í hans stendur að draga sem mest úr tjóninu. Hvað gera bresk yfirvöld? Þau gera þvewrt á móti að magna sem mest tjónið og þá fyrst og fremst með þeirri ákvörðun sinni að beita Íslendinga hermdarverkalögunum bresku. Engin skilyrði voru fyrir hendi að bresk yfirvöld beittu hermdarverkalögunum gagnvart herlausri þjóð sem aldrei hefur farið með ófrið gagnvart neinni annarri þjóð! Þessi fjárhagslegu mál eru fyrst og fremsty vegna vanrækslu breskra og þáverandi íslenskra yfirvalda.
Í dag eru birtar í Morgunblaðinu mjög góðar greinar á sömu síðu: Er önnur eftir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara, hin eftir Ögmund Jónasson ráðherra. Báðar þessar greinar ættu að vera skyldulesning allra þeirra sem mál Icesafe lætur sig varða. Jón leggur áherslu á að þetta mál eigi fyrst og fremst heima í dómsölum og að bresk yfirvöld verði að reka þau mál fyrir íslenskum dómstólum. Ögmundur bendir réttiloega á, að Bretland og Holland eru gamlar nýlenduþjóðir sem haga sér eins og fyrrum nýlkenduherrar gagnvart smáþjóð. Hafi báðir þessir greinarhöfundar bestu þakkir fyrir.
Við eigum að taka Icesafemálið til alvarlegrar endurskoðunar! Látum ekki Breta og Hollendinga kúga okkur að ósekju! Icesafe málið er ábyrgð fyrrum stjórnenda Landsbankans og annarra banka en ekki þjóðarinnar!
Mosi
![]() |
Icesave kostar minnst 300 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. júní 2009
Um bloggið
Siðvæðing í stjórnmálum
Nýjustu færslur
- 24.11.2014 Hvar er jafnréttið?
- 7.11.2014 Er réttarríki á Íslandi?
- 27.10.2014 Byssumálið: krefjumst opinberrar rannsóknar
- 8.10.2014 Sekur eða saklaus?
- 8.9.2014 Jón og séra Jón
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
-
Aðalsteinn Sigurgeirsson
-
Alfreð Símonarson
-
Andrea J. Ólafsdóttir
-
Andrés Kristjánsson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Benkovic Mikaelsdóttir
-
Arnar Pálsson
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Árni Þór Sigurðsson
-
Ásgeir Eiríksson
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Baldur Hermannsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Baldvin Jónsson
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Berglind Steinsdóttir
-
Birgir R.
-
Bjarki Steingrímsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Björgvin Björgvinsson
-
Björgvin Guðmundsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
busblog.is
-
Bwahahaha...
-
Dagný
-
Einar Ólafsson
-
Gammur drils
-
Guðfríður Lilja
-
Guðjón Baldursson
-
Guðjón Petersen
-
Guðmundur Steingrímsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Halldór Sigurðsson
-
Hallvarður Ásgeirsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Heidi Strand
-
Helga Auðunsdóttir
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Þorvaldsdóttir
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Hjörleifur Guttormsson
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Hvíti Riddarinn
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jón Bjarnason
-
Jón Halldór Guðmundsson
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Kaffistofuumræðan
-
Karl Tómasson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristbjörg Erla Hreinsdóttir
-
Kristbjörn Árnason
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Lára Stefánsdóttir
-
Loftslag.is
-
Lúðvík Júlíusson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
María Kristjánsdóttir
-
Máni Ragnar Svansson
-
Morgunblaðið
-
Ólafur Ingólfsson
-
Ólafur Þór Gunnarsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Ómar Ragnarsson
-
Ósk Vilhjálmsdóttir
-
Perla
-
Pjetur Hafstein Lárusson
-
Rúna Guðfinnsdóttir
-
Sigurður Hreiðar
-
Sigurður Ingólfsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Steingrímur Helgason
-
Svanur Jóhannesson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Theo
-
Torfusamtökin
-
Trausti Jónsson
-
Umhverfis- og náttúrufræðifélag Mosfellsbæjar
-
Úrsúla Jünemann
-
Valdís Jóhanna Guðbjartsdóttir
-
Vefritid
-
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
-
Þorsteinn Briem
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Ævar Rafn Kjartansson
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 244233
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar