Sýndarlýðræðið

Stjórnvöld í Íran töldu sig geta komist upp með að halda völdum þrátt fyrir að ýmislegt benti til að aðrir hefðu notið meira fylgis. Þessar kosningar voru eins og hver önnur sýndarmennska enda fer engum fregnum af að alþjóðlegt eftirlit hafi verið með þeim.

Athygli vekur að tölur bárust seint og illa. Á Íslandi var það átalið einhverju sinni þar sem atkvæðakassar voru geymdir yfir nótt og kannski verið farið í kjörkassa til að breyta nokkrum þúsunda atkvæða, stjórnvöldum í hag. Eftirlit með kosningum þarf alltaf að vera gott og eins að framkvæmd kosninga sé eftir góðum venjum eins og tíðkast hjá siðuðum þjóðum.

Mosi


mbl.is Fjölmenn mótmæli í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er formaður Framsóknarflokksins athyglissjúkur?

Ótrúlegt er hve núverandi formaður Framsóknarflokksins er iðinn við að koma sér fyrir í fjölmiðlum landsmanna. Varla er eitthvað blað opnað eða útvarp eða sjónvarp, að ekki sé endalaus vaðall út úr honum? Mér finnst þetta minna orðið eins og þegar maður sturtar niður í salerninu, hljóðið í formanni Framsóknarflokksins er eins og vatnaniðurinn sem líður niður í holræsakerfi höfuðborgarsvæðisins! Maður er fyrir löngu hættur að nenna að hlusta á, enda þó maður reynir að hlusta, þá eru eyru manns uppfull af svipuðum hljóðum og heyra má í vatnssullinu á leið sinni gegnum skolpræsin.

Kannski formaðurinn mætti spara dálítið stóru orðin. Hann heldur uppi vaðli sem betur væri einhvers staðar betur geymdur þar sem enginn venjulegur borgari þurfi að hlusta á hann né heyra. 

Mosi


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2009

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 244233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband